fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Sveitarstjórnarfulltrúi hjólar í Stöð 2 vegna umfjöllunar um Fjarðarheiðargöng – „Mann setti hljóðan“

Eyjan
Föstudaginn 22. júlí 2022 12:11

Vegurinn yfir Fjarðarheiði er sagður vera einn sá hættulegasti á landinu. Mynd: fjardarheidargong.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mann setti hljóðan þegar nýlega var fjallað um kostnað við gerð Fjarðarheiðargangna í fréttatíma Stöðvar 2, þar sem Kristján Már Unnarsson, fór fyrir svo einhliða og neikvæðri umfjöllun um göngin að menn spurðu sig jafnvel hverra erinda fréttamaðurinn væri að ganga?“ segir Hildur Þórisdóttir, sveitarstjórnarfullrúi í Múlaþingi, í grein á Vísir.is í dag.

Í frétt Stöðvar 2 kemur fram að áætlað er að göngin muni kosta yfir 45 milljarða króna en þau munu þjóna um 5.000 íbúum. Hildur telur að framsetning Stöðvar 2 á þessum kostnaðarupplýsingum sé villandi:

„Hann gleymdi jú að nefna í umfjöllun sinni að stór hluti þess kostnaðar sem hin 13,3 km löngu göng munu koma til með að kosta munu skila sér tilbaka í formi skatta sem rennur tilbaka í ríkissjóð. Að göngin muni koma til með að kosta á bilinu 45-47 milljarða kr. er því afar mikil einföldun þegar upp er staðið.

Einnig var skautað fimlega framhjá því að verið er að tengja saman byggðakjarna í rúmlega 5000 manna sveitarfélagi þar sem það var beinlínis forsenda sameiningar að bætt yrði úr samgöngum milli kjarnanna í Múlaþingi svo svæðið allt geti orðið eitt atvinnu- og þjónustusvæði.“

Framkvæmdin hefur þegar verið samþykkt og verður hafist handa verið gerð Fjarðarheiðarganga á síðari hluta næsta árs. Hildur bendir á í þessu samhengi að íbúar Seyðisfjarðar búi við samgönguleysi sem hvergi þekkist á byggðu bóli, en ljóst er að göngin munu bæta þar mjög úr.

Hildur segir ennfremur:

„Íbúafækkun og þróun í atvinnulífi síðustu áratuga bera ófagurt vitni um það samgönguleysi sem þjakað hefur einn fallegasta bæ Austurlands. Göngin munu gjörbylta aðstæðum fyrir Seyðisfjörð sem er um margt líkur Siglufirði en þar hafði sambærileg þróun átt sér stað áður en Héðinsfjarðargöngin voru opnuð í október 2010. Síðan þeirri gangnagerð lauk hefur íbúafjöldi aftur farið upp á við og Siglufjörður orðið einn eftirsóttasti áfangastaður Norðurlands.“

Sjá nánar á Vísir.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna