fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Helgi segir Íslendinga eiga við alvarlegan vanda að stríða

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 18. júlí 2022 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, segir að Íslendingar eigi við alvarlegan vanda að stríða, vanda sem sé orðinn hluti menningar okkar og hafi neikvæð áhrif á stjórnmálin. Og hver er vandinn? Nú að Íslendingar hafi vanið sig á að hlusta ekki.

Helgi ritar um þetta meinta vandamál í færslu á Facebook. Þar rekur hann að hann hafi búið í þremur löndum. Íslandi, Finnlandi og Kanada. Það sé aðeins hér á landi sem það virðist vera hluti af menningunni að grípa fram í fyrir öðrum og hlusta ekki.

Í Finnlandi sé jafnvel erfitt að fá fólk til að segja eitthvað yfir höfuð. Þar hlusta menn og bíða í nokkrar sekúndur til að sjá hvort að viðmælandi þeirra ætli að bæta einhverju við.

„Í þetta ár sem ég bjó þarna gerðist það ekki í eitt einasta sinn, svo ég hafi tekið eftir, að einhver hafi gripið fram í fyrir öðrum.“ 

Helgi hafi ákveðið að tileinka sér þetta í samræðum þegar hann sneri heim til Íslands en komst fljótt að því að þetta væri ekki að fara að ganga upp.

„Lærði það hratt, að ef maður grípur ekki fram í á réttum tíma, þá kemst maður einfaldlega aldrei að.“ 

Í Kanada ríki þó einhver millivegur milli finnsku leiðarinnar og þeirri íslensku.

Það hlustar enginnn hérna

Hlustunarvandi Íslendinga birtist svo í stjórnmálunum. Helgi segir það standa upp úr á þingsetutíma hans hversu lítið var hlustað.

„Þetta er ástæðan fyrir því að ég nenni varla að skrifa greinar um mín helstu hugðarefni lengur. Ég nenni varla rökræðum. Því það hlustar enginn hérna. Það er bara gasprað og blaðrað og fullyrt út í bláinn, iðulega án þess að viðkomandi hafi eina einustu ástæðu til að trúa því sem hán er að segja. Það mætti eins tala við vegg og að tala við flestan Íslendinginn. Fyrirgefið ef ykkur finnst eitthvað leiðinlegt að heyra þetta, en svona er þetta. Eða vitiði hvað, ekki fyrirgefa það. Þetta er bara svona.“ 

Þetta sé engum einum að kenna þó, heldur er þetta orðið að hluta íslenskrar menningar sem líklega verði erfitt að breyta þar sem ef einn reynir að taka sig á megi hann eiga von á að komast aldrei að í samtölum.

„Viltu bæta íslensk stjórnmál? Þú þarft ekki að kjósa neinn sérstakan flokk til þess. Þú þarft ekki að fara í neina rannsóknarvinnu. Þú þarft ekki að berjast. Ef þú bara venur þig á að hlusta meira, almennt – í einkalífinu, í vinnunni, á umræðuþáttinn í sjónvarpinu – þá ertu að bæta íslenska stjórnmálamenningu.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki