fbpx
Mánudagur 15.ágúst 2022
Eyjan

Katrín Jakobsdóttir sækir um undanþágu frá lögum um hagsmunaárekstra til að sinna aukastarfi

Eyjan
Þriðjudaginn 12. júlí 2022 11:41

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur óskað eftir undanþágu frá lögum um varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands til þess að gegna aukastarfi samhliða embættisstörfum sínum. Þetta kemur fram í umfjöllun Kjarnans um málið.

Aukastarfið sem Katrín þarf undanþáguna vegna er að setjast við skriftir en hún er að skrifa bók, nánar tiltekið glæpasögu, með hinum dáða metsöluhöfundi Ragnari Jónssyni. Eins og Kjarninn bendir á í umfjöllun sinni þá hefur engin leynd hvíld yfir verkefninu nema síður sé. Ragnar hefur til að mynda rætt um samstarfsverkefnið í viðtali við breska dagblaðið The Times.

Í byrjun árs 2021 tóku lögin um varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands gildi en í þeim segir að störf æðstu stjórn­­enda og aðstoð­­ar­­manna ráð­herra telj­ist full störf og óheim­ilt sé að sinna auka­­störfum sam­hliða störfum í Stjórn­­­ar­ráði Íslands.

Sam­­kvæmt lög­­unum getur ráð­herra hins vegar veitt und­an­þágu ef fyr­ir­hugað auka­­starf telst til mann­úð­­ar­­starfa, kennslu- eða fræð­i­­starfa, vís­inda­rann­­sókna, list­­sköp­unar eða ann­­arra og til­­­fallandi starfa. Það er þó aðeins ef aukastörfin hafa ekki áhrif á störf við­kom­andi í Stjórn­­­ar­ráði Íslands og greiðslur fyrir auka­­störfin telj­­ast innan hóf­­legra marka.

Sá hængur er þó á að það er ráðuneyti Katrínar sjálfrar sem hefur eftirlit með því að lögunum sé framfylgt. Þess vegna var Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, falið að sjá um málið og ákveða hvort að Katrín fengi undanþáguna eða ekki. Bjarni liggur enn undir feldi og er að skoða málið.

Nánar er fjallað um málið í ítarlegri umfjöllun Kjarnans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi borgarstjóri varar sterklega við borgarlínu – „Gott dæmi um óráðsíu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans í fjár­mála­stjórn“

Fyrrverandi borgarstjóri varar sterklega við borgarlínu – „Gott dæmi um óráðsíu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans í fjár­mála­stjórn“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bjarni segir að hægt sé að ná kjarasamningum og vill enn selja hlut ríkisins í viðskiptabönkunum

Bjarni segir að hægt sé að ná kjarasamningum og vill enn selja hlut ríkisins í viðskiptabönkunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þriðjungur heimila glímir við erfiðan fjárhag – Eiga ekki afgang

Þriðjungur heimila glímir við erfiðan fjárhag – Eiga ekki afgang
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Húsleit á heimil Donald Trump – „Árás af þessu tagi á sér aðeins stað í eyðilögðum þriðja heims ríkjum“

Húsleit á heimil Donald Trump – „Árás af þessu tagi á sér aðeins stað í eyðilögðum þriðja heims ríkjum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Mér var hafnað og ég upplifði útskúfun“

„Mér var hafnað og ég upplifði útskúfun“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Offramboðið af löggum og sjálfboðaliðum á Ólympíumótinu – „Can I hold it for you?”

Offramboðið af löggum og sjálfboðaliðum á Ólympíumótinu – „Can I hold it for you?”
Eyjan
Fyrir 1 viku

Keyptu sér bara einu sinni samlokur frá Lemon og lofa að gera það ekki aftur

Keyptu sér bara einu sinni samlokur frá Lemon og lofa að gera það ekki aftur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bandaríkjaþing samþykkti aðild Finna og Svía að NATO

Bandaríkjaþing samþykkti aðild Finna og Svía að NATO