fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Bjarni Ben svarar Kjartani Bjarna – Segir að málstaður hans sé „býsna aumur“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 1. júlí 2022 15:02

Myndin er samsett - Til vinstri: Bjarni Benediktsson - Til hægri: Kjartan Bjarni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greint var frá því í dag að laun helstu ráðamanna og embættismanna ríkisins hafi verið ofgreidd undanfarin þrjú ár. Þeir sem fengu ofgreidd laun munu fá kröfu til að leiðrétta þessi mistök.

Hópurinn sem hefur fengið ofgreidd laun eru: þjóðkjörnir fulltrúar það er forseti og alþingismenn; ráðherrar, hæstaréttar-/ landsréttar-/ og héraðsdómarar, saksóknarar, lögreglustjórar, ráðuneytisstjórar, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri og ríkissáttasemjari

Dómarafélagið mótmælir ákvörðuninni harðlega

Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður Dómarafélags Íslands, tjáði sig um málið fyrr í dag á Facebook-síðu sinni en ljóst er að hann og aðrir dómarar eru ósáttir með stöðuna. „Þessi aðgerð setur alla sem reka mál á hendur ríkinu í þá stöðu að eiga von á því að framkvæmdavaldið geti lækkað laun dómara eftir eigin geðþótta. Þar með eru borgararnir sviptir réttlátri málsmeðferð og því að geta borið mál sín undir sjálfstæðan og óvilhallan dómstól í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu,“  segir Kjartan Bjarni í færslunni sem hann birti á Facebook.

Þá hefur Dómarafélag Íslands gefið út yfirlýsingu vegna málsins en hana má sjá hér fyrir neðan:

„Dómarafélag Íslands mótmælir harðlega ólögmætri ákvörðun fjármálaráðherra um einhliða og afturvirka skerðingu á kjörum dómara. Ákvörðunin er í andstöðu við gildandi lög um launakjör dómara og með henni er vegið að rétti borgaranna til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Aðgerðirnar fela í sér atlögu framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu.“

Bjarni segir málið einfalt

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ber ábyrgð á leiðréttingunni en hann hefur nú birt færslu á Facebook-síðu sinni vegna málsins. „Í raun er málið ósköp einfalt. Það snýst um að útgreidd laun voru hærri en þau laun sem greiða átti lögum samkvæmt. Það er óþolandi að þetta hafi gerst en við því verður að bregðast,“ segir Bjarni.

Þá segir Bjarni að laun dómara og annarra æðstu embættismanna séu ekki að lækka eins og Kjartan Bjarni sagði. „Þau eru leiðrétt núna um mánaðamótin og hækka svo frá 1. júlí um 6,9% frá þeirri leiðréttingu. Frá þeim tíma verða launin nákvæmlega þau sem þau eiga að vera lögum samkvæmt,“ segir hann.

„Að ræða um geðþóttaákvörðun fjármálaráðherra í þessu samhengi er fráleitt. Fjárhæðin er lögákveðin. Málstaður þeirra sem mótmæla því að nú eigi að leiðrétta ofgreidd laun er býsna aumur. Ég vænti þess að þeir vilji bera fyrir sig að hafa tekið við of háum launum undanfarin ár í góðri trú. Fyrir mér eru önnur rök yfirsterkari. Og munar miklu.“

Bjarni segir að þegar æðstu embættismenn ríkisins, alþingismenn, ráðherrar, forseti lýðveldisins, dómarar, seðlabankastjóri og saksóknarar eiga í hlut þá eigi ekki að þurfa opinberar skeytasendingar til að útskýra að rétt skal vera rétt. „Að halda því fram, líkt og formaður dómarafélagsins gerir, að þetta einfalda mál snúist um rétt borgaranna til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstólum stenst augljóslega enga skoðun,“ segir Bjarni svo.

„Það snýst miklu frekar um þetta: Fólkið í landinu ætti ekki að þurfa að hlusta á að það sé flókið fyrir efsta lag ríkisins, æðstu embættismennirnir, að skila því sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum. Annað væri hrikalegt fordæmi og er ekkert minna en siðferðisbrestur.

Gjör rétt. Ávallt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki