fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Andrés segir skiptingu borgarstjóraembættisins vera óskastöðu fyrir Dag

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. júní 2022 10:30

Oddvitar flokkanna þegar þeir kynntu nýja meirihlutann. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið þá verður Dagur B. Eggersson, oddviti Samfylkingarinnar, borgarstjóri til ársloka 2023 en í ársbyrjun 2024 tekur Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, við embættinu. Andrés Jónsson, almannatengill, segir að þetta gefi til kynna að Dagur sé á leið út úr borgarmálunum.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.  Haft er eftir Eiríki Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, að þrátt fyrir að ekki sé venjan að skipta um borgarstjóra á miðju kjörtímabili þá sé þetta þekkt leið. „Það má segja að einhverju leyti sé þetta rökrétt niðurstaða miðað við þau spil sem lágu á borðinu eftir kosningar,“ sagði hann og bætti við að margt hafi mælt með þessari leið núna. Dagur hafi verið borgarstjóri mjög lengi og Einar sé óreyndur í stjórnmálum.

Andrés sagði skiptinguna ekki koma á óvart. Hún geri Degi kleift að fara út á eigin forsendum. „Honum er ekki hafnað og hann nær að fylgja aðeins eftir sinni arfleifð þannig að ég held að þetta sé óskastaða,“ sagði hann. Hann sagði þetta einnig leið fyrir Dag út úr borgarmálunum. Erfitt sé að sjá Dag sitja lengi á bekknum hjá Einari eftir að hann tekur við borgarstjóraembættinu.

Nánar er hægt að lesa um þetta í Fréttablaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi