fbpx
Þriðjudagur 21.júní 2022
Eyjan

Siggi Stormur til liðs við Samfylkinguna – Vill ekki vera í hægri flokki

Eyjan
Þriðjudaginn 7. júní 2022 13:19

Sigurður Þ. Ragnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Þ. Ragnarsson, sjónvarpsmaður og fyrrum bæjarfulltrúi Miðflokksins í Hafnarfirði, greinir frá því á Facebook-síðu sinni að hann hafi sagt skilið við flokkinn. Segir Sigurður, sem er gjarnan kallaður Siggi Stormur, var oddviti Miðflokksins í síðustu sveitarstjórnarkosningum en flokkurinn náði ekki inn manni að þessu sinni. Segir Siggi að á tímamótum sé hollt að fara í gagnrýna sjálfsskoðun.

„Þegar maður stendur á tímamótum er hollt að fara í gagnrýna sjálfskoðun. Eins og margir vita lentum við hjónin í miklu áfalli þegar sonur okkar varð lífshættulega veikur mánuðum saman og sér ekki fyrir endann á. Svona áfall gjörbreytir hugsun manns og lífið og lífsgæði fara í fremsta þrep. En þó áföllin dynji yfir mann, þá verður maður líka að reyna að halda áfram. Þegar ég fór að spegla mig við flokkana komst ég að því að ég vildi setja manngæsku og mannlegar þarfir í fyrsta sæti. Ég hef alltaf verið svolítið til hægri og hef haft gaman að pólitísku vafstri. Nú hef ég gert upp hug minn og ákveðið að hætta í Miðflokknum og yfirgefa hægrið,“ skrifar Siggi.

Hann segist hafa ákveðið að ganga til liðs við Samfylkingunni því þar telur hann sig finna samsvörun við það sem honum finnst öllu máli skipta, lífsgæði og velferð fólks.

„Ég finn að ég er sáttur við sjálfan mig að hafa tekið þessa ákvörðun og ber ekki kala til nokkurs manns. Ég hlakka hins vegar mikið til að fá að starfa með bæjarmálaflokki Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Össur vill Loga burt og Kristrúnu á toppinn – „Eina manneskjan sem þeir vilja ekki sem formann“

Össur vill Loga burt og Kristrúnu á toppinn – „Eina manneskjan sem þeir vilja ekki sem formann“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir fólk tapa peningum á því að nýta sér fasteignasala og hvetur fólk til að selja sjálft – „Það er komið nóg af þessari vitleysu“

Segir fólk tapa peningum á því að nýta sér fasteignasala og hvetur fólk til að selja sjálft – „Það er komið nóg af þessari vitleysu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tekist á í Kastljósi – „Einari er kannski vorkunn að koma svona nýr inn og láta teyma sig svolítið af gömlum meirihluta“

Tekist á í Kastljósi – „Einari er kannski vorkunn að koma svona nýr inn og láta teyma sig svolítið af gömlum meirihluta“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ný borgarstjórn tekur til starfa – Þetta eru formenn ráða

Ný borgarstjórn tekur til starfa – Þetta eru formenn ráða