fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Við erum ekki á góðum stað segir Kolbrún

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. júní 2022 09:00

Kolbrún Bergþórsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirveguð þjóðmálaumræða á ekki upp á pallborðið hér á landi en hún einkennist af æsingi, upphrópunum og fúkyrðaflaumi.

Þetta segir Kolbrún Bergþórsdóttir í leiðara Fréttablaðsins í dag en hann ber fyrirsögnina „Fúkyrðaflaumur“.  Kolbrún segir að hugsanlega sé hluti af skýringunni á þessu sá að nútímatækni gefi nánast hverjum sem er gott tækifæri til að tjá sig.

Um leið skapast ákveðinn vandi, því hvernig á fólk að láta taka eftir sér þegar svo að segja allir eru að tjá sig? Það er svo óskaplega auðvelt að týnast í fjöldanum. Í hugum margra er lausnin einföld; það er best að æpa sem hæst og fá þannig athygli. Ef viðkomandi er heppinn ratar hann jafnvel í fréttir á netmiðlum. Þá líður viðkomandi vel. Merkilegt hversu margir eru háðir athyglinni. Stundum er eins og þeim finnist þeir ekki vera til nema eftir þeim sé tekið,” segir hún.

Hún segir að nánast daglega verði æfingafull upphlaup. Þingmenn, og þá sérstaklega úr röðum stjórnarandstöðunnar, séu sérstaklega gefnir fyrir þau. „Hið sama má segja um ýmsa sjálfskipaða álitsgjafa sem telja af einhverjum ástæðum að alveg sérstök eftirspurn sé eftir skoðunum þeirra. Það er svo sem ekki skrýtið að þeir lifi í þeim misskilningi. Fjölmiðlar, sérstaklega netmiðlar, eru iðnir við að þefa uppi fúkyrðaflauminn og skella glaðhlakkalegir í frétt eins og: D segir að ríkisstjórn Íslands sé fasísk – H segir að Sjálfstæðisflokkurinn hati flóttamenn – I segir að Katrín Jakobsdóttir hafi selt sálu sína,“ segir hún og bætir við að allt skynsamt fólk sjái í gegnum þetta, það viti að ríkisstjórnin sé ekki fasísk.

Hún segir að skynsamleg þjóðmálaumræða sé að kafna í æsingafullum upphrópunum fólks sem geti ekki sýnt stillingu: „Íslandsbankasalan er dæmi um þetta. Flestir sem þar æptu hæst um spillingu og viðbjóð hafa litla sem enga þekkingu á málinu – og virðast ekki hafa sérstakan áhuga á að kynna sér það. Þeir gáfu sér fyrir fram að málið væri svínarí. Umræða um málefni útlendinga er á svipaðan hátt. Þar er kastað fram fullyrðingum um mannvonsku og fyrirlitningu Sjálfstæðisflokksins í garð fólks sem hingað kemur og vill setjast hér að. Um leið eru Vinstri græn stimpluð sem svívirðilega meðvirk.”

„Þetta er ansi einsleit mynd, en því miður virðist lítið rými gefast fyrir hófstillta og vitræna umræðu um þessi mál. Yfirveguð þjóðfélagsumræða á ekki upp á pallborðið í samfélagi þar sem æsingur og tilfinningaofsi eru ráðandi. Við erum ekki á góðum stað,” segir hún síðan að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir að Bjarni Benediktsson hafi haft forsetaframbjóðanda fyrir rangri sök í Kastljósi

Segir að Bjarni Benediktsson hafi haft forsetaframbjóðanda fyrir rangri sök í Kastljósi
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Málefnahnútarnir enn óleystir

Þorsteinn Pálsson skrifar: Málefnahnútarnir enn óleystir