fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Eyjan

Diljá Mist vill meira af „harða hægrinu“

Rafn Ágúst Ragnarsson
Föstudaginn 17. júní 2022 18:00

Diljá Mist - Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í vikunni flutti Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, ræðu þar sem hún fjallaði um störf þingsins í samnefndum lið. Síðasta þingfundi fyrir sumarfrí lauk á miðvikudaginn. Kjarninn greinir frá þessu.

Diljá sagði að hún væri mjög ánægð með störf þingsins og að „verða vitni að því frá fyrstu hendi hversu mikið alþingismenn þjóðarinnar brenna fyrir því að betrumbæta samfélagið okkar.“

„Alþingismönnum er umhugað um geðheilsu þeirra sem vinna við að hjálpa öðrum, vilja jafna stöðu fólks á vinnumarkaði og auðvelda og einfalda aðgengi að tæknifrjóvgunum,“ sagði hún einnig í ræðu sinni.

Ógn stafi af verðbólgu

Diljá Mist sagði að þingmenn væru auðvitað ekki alltaf sammála og mikill munur vera á hugarfari þingmanna gagnvart yfirvofandi efnahagsvandræðum.

„Munurinn á hugarfari þingmanna, hugsunarhætti og hugsjónum kemur hins vegar vel í ljós þegar við ræðum fjármálaáætlun næstu ára hér á þinginu. Þjóðin hefur glímt við næstmesta efnahagsáfall seinni tíma og það er ljóst að aðgerðir hafa skilað árangri og efnahagurinn hefur tekið hratt við sér. Hins vegar stafar okkur ógn af verðbólgu og versnandi efnahagshorfum í heiminum. Hvernig eigum við að bregðast við því?“ spurði hún.

Hvatti „harða hægrið“ til að láta í sér heyra

Diljá Mist lauk ræðunni með því að gagnrýna ákveðnar raddir á þingi sem hún segir amast við skattalækkunum og lækkunum gjalda undanfarinna ára.

„Efna­hags­stjórn und­an­far­inna ára hefur hins vegar sann­ar­lega stækkað kök­una. Um það verður ekki deilt. Hins vegar mættu stjórn­völd standa sig mun betur þegar kemur að aðhaldi og hag­ræð­ingu. Þar mætti vera meira af harða hægr­inu og ég hvet þau til að sitja á eilífri þörf til að hækka skatta og gjöld þegar kreppir að og fara ein­fald­lega betur með þær tekjur sem við heimtum af fólk­inu í land­in­u.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Rísum upp úr lágkúrunni

Björn Jón skrifar: Rísum upp úr lágkúrunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili