fbpx
Þriðjudagur 21.júní 2022
Eyjan

Bændasamtökin telja sig vita lausnina á vanda Úkraínu – Tilbúin að veita aðstoð í málinu

Eyjan
Fimmtudaginn 16. júní 2022 12:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Alþingi í gær var samþykkt stjórnarfrumvarp um niðurfellingu tolla á vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Að vanda var óskað eftir umsögnum um frumvarpið og svöruðu Bændasamtök Íslands kallinu.

Umsögn samtakanna hefur vakið nokkra athygli en þar segjast samtökin meta það svo að lausn á vanda Úkraínu sé falin í því að bundinn verði endir á stríðsátökin sem þar geisa.

Í umsögn segir: „Þá er það afstaða Bændasamtaka Íslanda að lausn á vanda Úkraínu felist í því að bundinn verði endir á stríðsátökin sem þar geisa. Ísland eigi því að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir því að gert verði vopnahlé eða með öðrum hætti bundinn endi á stríðsátökin.“

Bændasamtökin segjast tilbúin til frekari aðkomu að málinu: „Verði þess óskað eru fulltrúar samtakanna reiðubúnir til frekari aðkomu að máli þessu til frekari umræðu og skoðanaskipta.“

Varðandi sjálft frumvarpið taka Bændasamtökin undir varnarorð sem koma fram í greinargerð frumvarpsins um að ef frumvarp verði að lögum geti það leitt til þess að fluttar yrðu til Íslands landbúnaðarvörur frá Úkraínu í meira mæli en nú sem geti haft neikvæð áhrif á verð og framboð íslenskra landbúnaðarvara. „Í ljósi erfiðrar stöðu í íslenskum landbúnaði sökum gríðarlegra hækkana á aðföngum hafa samtökin því eðlilega áhyggjur af því hvaða áhrif innflutningurinn kann að hafa á félagsmenn.“

Leggja samtökin til að niðurfelling tolla nái eingöngu til þeirra landbúnaðarafurða sem að jafnaði hafa verið fluttar inn frá Úkraínu, magn þess sem megi flytja inn tollfrjálst verði skilgreint og tryggt verði að heilbrigðiskröfum verði fylgt.

Almannatengillinn Karen Kjartansdóttir vakti í gær athygli á umsögn Bændasamtakanna á Facebook og á Twitter.

„Þegar maður óttast áhrif innflutt mjólkurdufts en telur sig geta tjónkað við Pútín

Mér fannst þessi greining Bændasamtakanna á vanda Úkraínu, sem óvænt birtist í umsögn samtakanna við frumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um að fella niður tolla af vörum frá Úkraínu, ekki fá næga athygli í vikunni.“ 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

 Árásin á Þórarinn Tyrfingsson -„Hersingin“

 Árásin á Þórarinn Tyrfingsson -„Hersingin“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur ánægður með Ásgeir – „Hafði kjark og þor til að benda á það augljósa“

Vilhjálmur ánægður með Ásgeir – „Hafði kjark og þor til að benda á það augljósa“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Nýr bæjarstjóri Kópavogs á ofurlaunum – „Þetta er ROSALEGA mikill akstur“

Nýr bæjarstjóri Kópavogs á ofurlaunum – „Þetta er ROSALEGA mikill akstur“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Alþingi og stjörnurnar – Þetta er algengasta stjörnumerki íslenskra þingmanna

Alþingi og stjörnurnar – Þetta er algengasta stjörnumerki íslenskra þingmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
„Þú líka Brútus“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur tók upp vasaúr og greindi frá 30 afrekum ríkisstjórnarinnar – „Plastpokar voru bannaðir, plaströr og áhöld“

Sigmundur tók upp vasaúr og greindi frá 30 afrekum ríkisstjórnarinnar – „Plastpokar voru bannaðir, plaströr og áhöld“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helga Vala dregur Bjarna Ben til ábyrgðar vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu

Helga Vala dregur Bjarna Ben til ábyrgðar vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Siggi Stormur til liðs við Samfylkinguna – Vill ekki vera í hægri flokki

Siggi Stormur til liðs við Samfylkinguna – Vill ekki vera í hægri flokki
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ólafur segir spennandi að sjá Pírata og Framsóknarflokkinn vinna saman í borgarstjórn

Ólafur segir spennandi að sjá Pírata og Framsóknarflokkinn vinna saman í borgarstjórn