fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Eyjan

AOC neitar að lýsa yfir stuðningi við Biden sem forsetaframbjóðanda 2024

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. júní 2022 08:00

Alexandria Ocasio-Cortez. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexandria Ocasio-Cortez, oft kölluð AOC, neitaði í gær að lýsa yfir stuðningi við Joe Biden, Bandaríkjaforseta, í tengslum við hugsanlegt framboð hans til forsetaembættisins 2024. Þetta bætir enn við áhyggjur margra Demókrata af möguleikum og getu Biden til að bjóða sig fram og sigra í næstu forsetakosningum.

AOC er mjög áhrifamikil innan Demókrataflokksins en hún tilheyrir vinstri væng hans. Hún kom fram í State of the Union þætti CNN í gær og sagði þar að hún myndi ekki heita Biden stuðningi. Hún sagði að nú einbeiti hún sér að því að reyna að tryggja Demókrötum áframhaldandi meirihluta í fulltrúadeild þingsins en kosið verður um öll þingsætin í nóvember.

The Guardian segir að þegar hún var spurð beint hvort hún myndi styðja Biden hafi hún svarað að tekin verði afstaða í því máli þegar þar að komi. Ef forsetinn sé með stefnumál sem séu þess virði að vera skoðuðu verði málið skoðað þegar þar að kemur  en nú snúist allt um að tryggja áframhaldandi meirihluta Demókrata í fulltrúadeildinni.

AOC er áberandi rödd á vinstri væng Demókrataflokksins og orð hennar hafa mikið vægi.

The New York Times sagði á laugardaginn að „tugir ósáttra embættismanna innan Demókrataflokksins, þingmenn og kjósendur“ hafi efasemdir um að Biden hafi það sem þarf til að snúa gengi flokksins við.

Tímaritið Intelligencer sagði í síðasta mánuði að margir af þeim sem láta mest fé af hendi rakna til Demókrataflokksins séu, svo lítt beri á, farnir að líta í kringum sig eftir öðrum frambjóðanda fyrir næstu forsetakosningar.

Stuðningur kjósenda við Biden er í algjöru lágmarki og hann virðist ekki finna leið út úr mörgum þeirra vandamála sem steðja að þjóðinni, þar á meðal eru verðbólga, þungarrofsmálin og síhækkandi framfærslukostnaður.

Demókratar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins en það hefur ekki gert Biden kleift að koma ákveðnum málum sínum í gegnum þingið, þar á meðal lögum um kosningarétt. Mörgum þykir einnig vafasamt að tefla honum fram í næstu kosningum vegna aldurs hans en hann verður 82 ára tveimur vikum áður en gengið verður til kosninga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Reiði skólameistarinn