fbpx
Miðvikudagur 06.júlí 2022
Eyjan

Varaþingmaður fékk að finna fyrir því eftir umdeilda færslu – „Í alvöru hvað eruð þið að sniffa?“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 26. maí 2022 12:00

Eva Dögg var látin heyra það á Twitter - Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðan séra Davíð Þór Jónsson birti harðorðan pistil sinn um ríkisstjórnina vegna yfirvofandi brottvísunum á 300 flóttamönnum hafa VG-liðar stigið fram og lýst yfir hneykslun sinni á pistlinum.

Eva Dögg Davíðsdóttir, varaþingmaður VG, er ein þeirra sem hefur tjáð sig um pistilinn en hún birti í gær færslu um hann á Twitter-síðu sinni. Í færslunni segir Eva Dögg að sér finnist það áhugavert hvað „twittverjar“ séu rólegir þegar stjórnmálaflokkur er sagður vera fasískur og á leiðinni til helvítis. Undir lokin á færslunni veltir hún því svo fyrir sér hvert „réttlætisriddaramennska forritsins“ sé komin.

Það má segja að þessi færsla Evu hafi farið vægast sagt illa ofan í mikið af fólki á Twitter. „Í alvöru hvað eruð þið að sniffa?“ spyr til að mynda rithöfundurinn Þórdís Helgadóttir í athugasemdunum við færsluna.

„Fólki er gjörsamlega misboðið yfir grimmd og harðneskju stjórnvalda og þið reynið að dreifa því á drep með einhverri tone policing herferð yfir nákvæmlega engu? Þegar maður hélt að VG gæti ekki sokkið neðar,“ segir Þórdís svo.

Eva svarar athugasemd Þórdísar og segir að hún vilji stoppa brottvísanirnar. Þá segist hún heldur vilja að fólk sem deilir þeim sjónarmiðum ætti að standa saman. „En það er víst betra að drulla yfir VG sem er eini stjórnarflokkurinn sem er að vinna gegn þessu. Sé ekki hvernig það hjálpar neinum en ég ætla að minnsta kosti að halda áfram að beita mér og fá skítkast fyrir,“ segir hún.

Þórdís svarar þessu og segir að hún skuli vera fyrst til að klappa fyrir VG þegar flokkurinn notar völd sín til að taka upp mannúðlega flóttamannastefnu. „Sem þið hafði ákveðið að gera ekki síðastliðin fimm ár,“ segir hún svo.

„Spyr hvort það sér efnisleg umræða um málið sjálft í VG“

Karen Kjartansdóttir, fyrrum framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, er á meðal þeirra sem mættu í athugasemdirnar hjá Evu en Karen bendir á að aðalatriðið sé samúðin sem fólk hefur með flóttamönnunum sem vísa á úr landi.

„Burtséð frá því hvað hann sagði og sagði ekki þá sýnast mér „réttlætisriddaranir“ hafa meiri samúð með fólkinu sem á að vísa úr landi,“ segir Karen. „Mér finnst leitt að sjá hvað flokksfólk tekur þessi orð almennt nærri sér og vert að gefa því gaum. En er efnisleg umræða um málið sjálft í VG?“ spyr hún Evu svo.

Eva svarar spurningu Karenar og segir að það sé mikil umræða um málið í grasrót flokksins. „Við höfum alla samuð með fólkinu og erum að beita okkur gegn þessu. Sem dæmi má nefna yfirlýsingu frá okkur í UVG sem við sendum frá okkur í gær,“ segir Eva og bætir við tengli á frétt Vísis um yfirlýsinguna.

„Þið eruð ekki viðkvæmi hópurinn sem þarf að vernda“

Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir, stjórnarkona í Öfgum, leggur einnig orð í belg en hún gerir það sem einn af „réttlætisriddurum forritsins“ sem Eva talar um.

„Í staðin fyrir að vorkenna sjálfum ykkur fyrir það að einhver sagði rosa rosa rooooosa ljótt… finnið þá til með saklausa fólkinu sem þið ætlið að henda úr landi í óvissuna. Þið eruð ekki viðkvæmi hópurinn sem þarf að vernda, þau eru það,“ segir Tanja.

Eva svarar Tönju og segir að hún vorkenni flokknum sínum ekkert en að henni finnist vanvirðing við lýðræðið að tala um að hér á landi ríki fasismi. „Líka vanvirðing við fólkið sem býr við þessa óvissu. Ég mun ekki standa fyrir að þetta fólk verði sent úr landi og hef alla samúð með þessum viðkvæma hópi,“ segir Eva svo í svarinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar – Tímamótasamningur fyrir hálfri öld

Björn Jón skrifar – Tímamótasamningur fyrir hálfri öld
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Af hverju í ó­sköpunum er ekki ráðist að rót vandans?“ spyr Sigmundur Ernir

„Af hverju í ó­sköpunum er ekki ráðist að rót vandans?“ spyr Sigmundur Ernir
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Talið öruggt að Kristrún bjóði sig fram til forystu hjá Samfylkingunni

Talið öruggt að Kristrún bjóði sig fram til forystu hjá Samfylkingunni
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Þjóðirnar tvær í landinu búa við mismunandi aðstæður segir Ragnhildur – „Alþýðan sem fær e.t.v. brauðmola“

Þjóðirnar tvær í landinu búa við mismunandi aðstæður segir Ragnhildur – „Alþýðan sem fær e.t.v. brauðmola“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Bændasamtökin telja sig vita lausnina á vanda Úkraínu – Tilbúin að veita aðstoð í málinu

Bændasamtökin telja sig vita lausnina á vanda Úkraínu – Tilbúin að veita aðstoð í málinu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Meirihlutinn telur hvalveiðar skaða orðspor landsins

Meirihlutinn telur hvalveiðar skaða orðspor landsins