fbpx
Laugardagur 02.júlí 2022
Eyjan

Lenya Rún: „Eitt að gagnrýna, annað að tjá sig með hatursfullum hætti.“

Rafn Ágúst Ragnarsson
Fimmtudaginn 26. maí 2022 07:00

Skjáskot/Alþingi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil ólga hefur verið síðan í gær vegna ummæla sem séra Davíð Þór Jónsson lét falla á Facebook síðu sinni á dögunum. Í þeim pistli, sem fjallað er um meðal annars hér, gagnrýnir hann ríkisstjórnina afar harðort og þingmenn Vinstri grænna hvað mest. Hann kallar ríkisstjórnina meðal annars „fasistastjórn“ vegna tilvonandi brottvísunar hátt í 300 flóttafólks úr landi.

Í kjölfar birtingar pistilsins hafa VG liðar gagnrýnt Davíð harðlega og sagt að um hatursorðræðu sé að ræða. VG liðar hafa síðan verið gagnrýndir fyrir að fara í þessa átt í stað þess að svara fyrir gagnrýnina.

Orri Páll Jóhannsson, þingmaður og þingflokksformaður Vinstri grænna, fordæmdi yfirlýsingu Davíðs Þórs.

„Með þessum ummælum er verið að ala á hatursorðræðu í samfélaginu sem er eitt stærsta mein okkar samtíma. Það er grafalvarlegt að þjóðkirkjan taki þátt í slíku,“ segir hann í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins.

„Eitt að gagnrýna, annað að tjá sig með hatursfullum hætti.“

Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, hefur að undanförnu mikið gagnrýnt hatursorðræðu og ræddi í gærkvöldi á Twitter síðu sinni um ummæli Orra Páls. Þar kom fram að ummæli séra Davíðs féllu ekki undir lagaákvæði um hatursorðræðu að hennar mati.

Í samtali við DV sagði Lenya: „Það getur vel verið að sr. Davíð Þór hafi gerst brotlegur við siðareglur presta, ég er ekki nógu vel að mér þegar það kemur að því. En þegar það kemur hatursorðræðu, bæði lagalega séð og líka siðferðislega séð, þá skil ég ekki alveg hvernig þessi ummæli falla þar undir. Við erum með eitt lagaákvæði sem á að taka á hatursorðræðu og nú hef ég sent inn fyrirspurnir varðandi hatursorðræðu ég hef lagst yfir lagaákvæðið sjálft og náð að túlka það frekar vel, með hliðsjón af því hvernig því hefur verið beitt í framkvæmd, og mér finnst við vera að gera lítið úr alvöru hatursorðræðu þegar gagnrýni á æðstu ráðamenn þjóðarinnar er allt í einu orðið að hatursorðræðu. Það er eitt að gagnrýna með kannski frekar beittum hætti en það er annað að tjá sig með hatursfullum hætti, gagnvart tilteknum hóp af fólki sem hatursorðræðan á að beinast gegn.“

Spurð hvernig hún túlki lagaákvæðið svaraði hún:

„Það er eins konar upptalning á hópum innan samfélags, það má ekki smána, rógbera o.s.frv. á grundvelli trúarbragða, þjóðernis, litarháttar, kynvitundar, kynhneigðar og fleira. En það kemur ekki fram á grundvelli pólitískra skoðana eða ákvarðana sem manneskjan tekur.“

„Lögin eru túlkuð eins og lögin eru túlkuð“

Hún bætir einnig við að henni lítist ekkert á blikuna ef ekki má gagnrýna æðstu ráðamenn og nota stór orð á sama tíma.

„Lögin eru túlkuð eins og lögin eru túlkuð og þetta er náttúrlega líka siðferðisleg spurning. Þegar við erum komin á þann stað að við getum ekki gagnrýnt ráðherra fyrir að taka ómannúðlegar ákvarðanir og brottvísa hátt upp í 300 manns í hræðilegar aðstæður í Grikklandi án þess að það verði kallað hatursorðræða þá erum við komin á rosalega skrýtin stað sem samfélag.“

„Ég vona bara að ríkisstjórnin endurskoði þessa ákvörðun“

Hún segist vona að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um yfirvofandi brottvísunina verði endurskoðuð . Hún segir jafnframt að lögin virki en að túlkun ríkisstjórnarinnar á þeim sé pólitísk ákvörðun.

„Ég vona bara að ríkisstjórnin endurskoði þessa ákvörðun sem hefur verið tekin. Ég las einmitt í gær að Guðmundur Ingi vilji endurskoða þetta aftur. Þetta fólk er náttúrlega bara búið að koma sér fyrir og þau eru komin með líf hérna. Það er alltaf verið að vísa í lögin: „Svona eru lögin, við erum bara að fylgja lögum og reglum.“ En það er ekkert að lögunum, lögin eru flóttafólki í hag, við vitum það alveg. Þetta fer bara allt eftir því hvernig ríkisstjórnin kýs að túlka þessa heimild þröngt til þess að vísa þeim úr landi, þau þurfa ekkert að gera það, þau kjósa bara að gera það.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhroð kosningabandalags Macron í frönsku þingkosningunum

Afhroð kosningabandalags Macron í frönsku þingkosningunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ivanka segir að mikill æsingur hafi verið í samtalinu

Ivanka segir að mikill æsingur hafi verið í samtalinu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

AOC neitar að lýsa yfir stuðningi við Biden sem forsetaframbjóðanda 2024

AOC neitar að lýsa yfir stuðningi við Biden sem forsetaframbjóðanda 2024
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Að lesa í úrslit kosninga

Björn Jón skrifar: Að lesa í úrslit kosninga