fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Gleymdu að láta húsráðendur í Grósku vita af blaðamannafundi – Dagur borgarstjóri bað Bragga-Hrólf um leyfi

Eyjan
Þriðjudaginn 24. maí 2022 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formlegar meirihlutaviðræður í Reykjavíkurborg milli Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins, Pírata og Viðreisnar eru hafnar en greint var frá tíðindunum á blaðamannafundi fyrr í dag. Fundurinn fór fram í Grósku – hugmyndahúsi en þegar nokkuð var liðið á viðburðinn kom upp úr dúrnum að láðst hafði að láta húsráðendur vita af blaðamannafundinum.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, steig þá fram fyrir skjöldu og kvaðst axla ábyrð á misskilningum. Hann hafði leitað til framkvæmdastjóra Vísindagarða vegna fundarins og talið að leyfi væri þar með komið í hús.

Gróska hugmyndahús er í eigu Grósku ehf. sem er í eigu Björgólfs Th. Björgólfssonar og viðskiptafélaga hans. Húsið er inn á svæði Vísindagarða HÍ en er í einkaeigu og heyrir því ekki undir framkvæmdastjóra Vísindagarða þó samstarfið sé náið.

Sjá einnig: Hrólfur segir að Dagur hafi ekkert vitað:„Það er alveg á hreinu“

Athygli vekur að sá er gegnir því starfi og veitti Degi borgarstjóra leyfi, án þess að hafa til þess heimild, er Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg, en hann tók á sig ábyrgð varðandi framúrskeyrslu á kostnaði við endurbyggingu Braggans alræmda sem vakti þjóðarathygli í lok árs 2018 enda var þar mörg hundruð milljónum af skattfé eytt umfram heimildir.

Hrólfur var nýhættur störfum hjá Reykjavíkurborg þegar hneykslismálið kom upp og því hafði hlutverk blóraböggulsins litlar afleiðingar fyrir hann. Í kjölfarið tók hann svo við starfi framkvæmdastjóra Vísindagarða sem hann gegnir enn í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk