fbpx
Föstudagur 23.janúar 2026
Eyjan

Slíta viðræðum við Vini Mosfellsbæjar

Eyjan
Laugardaginn 21. maí 2022 14:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framsókn, Samfylking og Viðreisn í Mosfellsbæ hafa slitið viðræðum við Vini Mosfellsbæjar um myndun meirihluta. Viðræðum án Vina Mosfellsbæjar hefur verið haldið áfram og ganga þær, að sögn, vel. Þetta kemur fram í tilkynningu.

„Viðræður Framsóknar, Samfylkingar, Viðreisnar og Vina Mosfellsbæjar um myndun meirihluta í Mosfellsbæ hófust í vikunni. Það var eindreginn vilji til þess að láta á það reyna að mynda meirihluta með þátttöku allra þessara framboða. Viðræður leiddu hins vegar í ljós að ekki er til staðar sá samhljómur sem við teljum nauðsynlegan. Þar af leiðandi hefur verið tekin sú erfiða ákvörðun að slíta viðræðum við Vini Mosfellsbæjar. Framsókn, Viðreisn og Samfylkingin héldu áfram viðræðum í dag og hafa þær gengið mjög vel. Við vonumst til þess að geta átt gott samstarf á komandi kjörtímabili við alla flokka til hagsbóta fyrir alla Mosfellinga.“

Undir tilkynningu skrifa Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar í Mosfellsbæ, Lovísa Jónsdóttir, oddviti Viðreisnar í Mosfellsbæ og Anna Sigríður Guðnadóttir oddviti Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ.

Ljóst er að Framsókn, sem er með fjóra bæjarfulltrúa, ásamt Samfylkingu og Viðreisn sem hvort um sig er með einn fulltrúa geta myndað minnsta mögulega meirihluta í Mosfellsbæ með sex bæjarfulltrúa.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn kjörna og Vinir Mosfellsbæjar einn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Alþjóðadagur AHC – Sjaldgæfur sjúkdómur og óvenjulegt alþjóðlegt samstarf íslenskra samtaka

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Alþjóðadagur AHC – Sjaldgæfur sjúkdómur og óvenjulegt alþjóðlegt samstarf íslenskra samtaka
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: Við erum allar þrjár samstiga – næsta skref er að treysta þjóðinni

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: Við erum allar þrjár samstiga – næsta skref er að treysta þjóðinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Bílaumferðin

Óttar Guðmundsson skrifar: Bílaumferðin
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: Les ekki leiðara Morgunblaðsins – blaðið komið langt frá Matthíasi og Styrmi og ekki hægt að elta svoleiðis vitleysu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: Les ekki leiðara Morgunblaðsins – blaðið komið langt frá Matthíasi og Styrmi og ekki hægt að elta svoleiðis vitleysu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Pólitísk afturganga fer á stjá – var skynsamlegt af VG að leiða Bjarna Ben til valda eða öfugt?

Orðið á götunni: Pólitísk afturganga fer á stjá – var skynsamlegt af VG að leiða Bjarna Ben til valda eða öfugt?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Svarta stöðin komin aftur?

Thomas Möller skrifar: Er Svarta stöðin komin aftur?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Gullvægar hendingar langt úr austri

Björn Jón skrifar: Gullvægar hendingar langt úr austri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Magnús Árni Skjöld Magnússon: Skil ekki hvernig það datt ofan í popúlista að hafna staðreyndum

Magnús Árni Skjöld Magnússon: Skil ekki hvernig það datt ofan í popúlista að hafna staðreyndum