fbpx
Miðvikudagur 06.júlí 2022
Eyjan

Eva Laufey yfirgefur sjónvarpskjáinn

Eyjan
Þriðjudaginn 17. maí 2022 09:18

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir hefur verið ráðin sem markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups. Eva Laufey er viðskiptafræðingur að mennt og hefur starfað sem dagskrárgerðarmaður á Stöð 2 undanfarin 9 ár þar sem hún hefur komið að dagskrárgerð í sjónvarpi meðal annars í Íslandi í dag og Blindum bakstri. Einnig hefur Eva komið að dagskrárgerð í útvarpi og er annar þáttarstjórnandi í þáttunum Bakaríið á Bylgjunni.

Eva tekur við nýrri stöðu hjá Hagkaup sem er liður í stefnu félagsins að auka upplifun viðskiptavina og þróa stafræna þjónustu við viðskiptavini. Hagkaup opnaði nýlega vefverslun með snyrtivörur og stefnan er að auka enn frekar við vörur og þjónustur í versluninni.

„Ég hlakka til að takast á við ný og ögrandi verkefni. Það er virkilega spennandi að fá að leiða uppbyggingu sem eru þegar hafnar hjá Hagkaup í átt að stafrænni og enn betri þjónustu við viðskiptavini Hagkaups og styrkja upplifun þeirra í verslun og á stafrænum miðlum. Ég þekki Hagkaup vel og hlakka til að nýta mína þekkingu og reynslu við að gera Hagkaup að enn skemmtilegri verslun” segir Eva Laufey Hermannsdóttir.

„Við erum mjög ánægð með að fá Evu Laufeyju til liðs við okkur. Við höfum átt ánægjulegt samstarf við hana í gegnum árin við vinnslu á fjölda verkefna. Við erum sannfærð um að Eva sé rétti aðilin í að halda áfram að skapa með okkur ævintýranlega upplifun í verslun þar sem að skemmtilegast er að versla. Það eru spennandi tímar framundan hjá Hagkaup og mörg verkefni í vinnslu sem auka þjónustu og upplifun viðskiptavina enn frekar. Eva verður lykilaðili í úrvinnslu á þeim verkefnum” segir Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups.

Eva Laufey hefur störf seinni part sumars

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar – Tímamótasamningur fyrir hálfri öld

Björn Jón skrifar – Tímamótasamningur fyrir hálfri öld
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Af hverju í ó­sköpunum er ekki ráðist að rót vandans?“ spyr Sigmundur Ernir

„Af hverju í ó­sköpunum er ekki ráðist að rót vandans?“ spyr Sigmundur Ernir
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Talið öruggt að Kristrún bjóði sig fram til forystu hjá Samfylkingunni

Talið öruggt að Kristrún bjóði sig fram til forystu hjá Samfylkingunni
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Þjóðirnar tvær í landinu búa við mismunandi aðstæður segir Ragnhildur – „Alþýðan sem fær e.t.v. brauðmola“

Þjóðirnar tvær í landinu búa við mismunandi aðstæður segir Ragnhildur – „Alþýðan sem fær e.t.v. brauðmola“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Bændasamtökin telja sig vita lausnina á vanda Úkraínu – Tilbúin að veita aðstoð í málinu

Bændasamtökin telja sig vita lausnina á vanda Úkraínu – Tilbúin að veita aðstoð í málinu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Meirihlutinn telur hvalveiðar skaða orðspor landsins

Meirihlutinn telur hvalveiðar skaða orðspor landsins