fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Samfylkingin í stórsókn í Hafnarfirði – Stefnir í að meirihlutinn falli

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. maí 2022 06:56

Guðmundur Árni Stefánsson. Skjáskot Hringbraut.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn, sem mynda meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, bæti samanlagt við sig fylgi þá fellur meirihluti þeirra í kosningunum á laugardaginn ef miðað er við niðurstöður nýrrar könnunar sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið. Samfylkingin er í stórsókn og mun bæta við sig tveimur bæjarfulltrúum ef niðurstaða könnunarinnar gengur eftir. Mun flokkurinn þá fá fjóra bæjarfulltrúa en hann fékk tvo í síðustu kosningum.

Fylgi Samfylkingarinnar mælist nú 31% en hann fékk rúmlega 20% í síðustu kosningum. Það virðist sem Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti flokksins og fyrrum bæjarstjóri og ráðherra, heilli Hafnfirðinga því 34% þeirra vilja sjá hann taka við bæjarstjóraembættinu að kosningum loknum.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 34% sem er sama hlutfall og í síðustu kosningum en samt sem áður missir flokkurinn einn bæjarfulltrúa ef niðurstöður kosninganna verða á þessa leið.

Fylgi Framsóknarflokksins mælist 9% en það er einu prósentustigi meira en í síðustu kosningum.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mynda núverandi meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.

Fylgi Viðreisnar og Pírata mælist 7% og fær hvor flokkur einn bæjarfulltrúa kjörinn ef niðurstöður kosninganna verða þessar. Píratar eru ekki með bæjarfulltrúa í dag.

Meirihlutinn myndi því falla á einum fulltrúa ef þetta verða niðurstöður kosninganna.

Nánar er hægt að lesa um niðurstöður könnunarinnar á vef Fréttablaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki