fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Hjalti Ragnar til Svars

Eyjan
Miðvikudaginn 2. febrúar 2022 09:37

Hjalti Ragnar Eiríksson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjalti Ragnar Eiríksson, löggiltur endurskoðandi, hefur hafið störf hjá Svar.

Í fréttatilkynningu frá fyrirtækimu kemur fram að Hjalti hafi mikla reynslu á sínu sviði en á árunum 2000 – 2020 starfaði hann hjá endurskoðendaskrifstofunni Deloitte. Árin 2014 – 2020 var hann meðal annars liðsstjóri yfir 30 manna sviði sem sérhæfði sig í gerð ársreikninga, skattframtala, bókhalds og launa. Auk þess sinnti starfsfólk sviðsins rekstrarráðgjöf og sérfræðiþjónustu við meðalstór og vaxandi fyrirtæki. Hjalti var einnig um tíma útibússtjóri yfir skrifstofum Deloitte á Höfn og í Vestmannaeyjum.

„Hjalti kemur inn til okkar á hárréttum tíma enda í mörg horn að líta þegar kemur að tækni og þróun bókhalds og breytingarnar í geiranum hraðar og miklar. Reynsla hans og áhugi á þessu sviði á eftir að nýtast vel hér innanborðs, bæði fyrir okkur samstarfsfólk hans og eins viðskiptavini Svars,“ segir Rúnar Sigurðsson framkvæmdastjóri Svars.

Hjalti útskrifaðist með Cand Oceon próf frá Háskóla Íslands árið 2001 og hefur verið löggiltur endurskoðandi frá árinu 2010.

„Ég tek þessari nýju áskorun fagnandi eftir 20 ár á sama starfsvettvangi og er spenntur fyrir því að miðla minni reynslu áfram til Svars og viðskiptavina fyrirtæksins. Eins verður líka áhugavert og ögrandi  að læra eitthvað nýtt í öflugu fyrirtæki, en á meðal samstarfsaðila okkar, eru til dæmis Uniconta og Microsoft, en við hjá Svar fengum einmitt Silfurvottun frá tæknirisanum síðarnefnda í byrjun árs. Árið byrjar því vel,“ er haft eftir Hjalta Ragnari í fréttatilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki