fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Loksins gerðist það – Áralöng barátta Trump er endanlega töpuð

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. desember 2022 07:00

Trump tjáði sig að sjálfsögðu um þetta .Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur nú fengið skattframtöl Donald Trump, fyrrum forseta, afhent. Hann vildi ekki að nefndin fengi skattframtölin og barðist gegn því með kjafti og klóm árum saman. Nýlega fór málið fyrir hæstarétt sem úrskurðaði að nefndin skyldi fá skattframtölin.

Trump hefur sakað nefndina um að vera rekna áfram af pólitískri heift í hans garð.

Talsmaður fjármálaráðuneytisins staðfesti í gær að ráðuneytið hafi afhent nefndinni skattframtölin en þau eru frá tímabilinu 2015 til 2020.

Nefndin mun nota skattframtölin til að komast að hvort skattyfirvöld hafi sinnt starfi sínu og farið nægilega vel yfir framtöl Trump. Hún mun einnig skoða hvort þörf sé á nýrri löggjöf á þessu sviði.

Nefndarmenn hafa þó ekki langan tíma til að skoða framtöl Trump því í janúar taka Repúblikanar við meirihluta í fulltrúadeildinni og reikna flestir með að þeir muni leggja þessa nefnd niður.

Trump er fyrsti forsetinn í 40 ár sem hefur neitað að opinbera upplýsingar um skattamál sín. Forseti er ekki skyldugur til að gera það samkvæmt lögum en sú venja hefur myndast að forsetar geri þetta.

Þessi afstaða Trump hefur vakið upp spurningar um hvort hagsmunaárekstrar hafi átt sér stað á þeim tíma sem hann gegndi embætti forseta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2