fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Eyjan

Adda Guðrún og Hanna Alexandra til Empower

Eyjan
Miðvikudaginn 30. nóvember 2022 09:22

Adda Guðrún og Hanna Alexandra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýsköpunarfyrirtækið Empower, hefur ráðið þær Öddu Guðrúnu Gylfadóttur og Hönnu Alexöndru Helgadóttur sem sérfræðinga í stafrænni örfræðslu og efnissköpun. Empower vinnur að þróun hugbúnaðarlausnarinnar Empower Now, sem styður fyrirtæki og stofnanir á sviði jafnréttis og fjölbreytni með mælaborði, markmiðasetningu og örfræðslu. Fyrirhugað er að setja hugbúnaðinn á alþjóðamarkað á næsta ári.

Adda Guðrún Gylfadóttir starfaði áður sem rannsakandi hjá Vörðu – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins. Hún er með MSc gráðu í félagsfræði frá Oxford-háskóla og BA gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands.

Hanna Alexandra Helgadóttir starfaði áður sem framleiðandi við ýmis skapandi verkefni fyrir sjónvarp, tónleika og viðburði, meðal annars fyrir Sjónvarp Símans. Hún lauk nýverið námi í stafrænni hönnun og listrænni stjórnun frá Hyper Island í Stokkhólmi.

 

„Fyrirhugað er að setja hugbúnaðarlausn okkar, Empower Now, á alþjóðamarkað haustið 2023. Við erum að byggja upp sterkt samstillt teymi sérfræðinga og ætlum okkur að vera leiðandi alþjóðlega í stafrænum lausnum á sviði jafnréttis og fjölbreytni á vinnustöðum. Þekking, reynsla og ástríða Öddu Guðrúnar og Hönnu Alexöndru kemur til með að styðja við þá vegferð okkar og við erum mjög ánægð að fá þær í teymið. Það eru spennandi tímar framundan hjá Empower,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, framkvæmdastjóri og meðeigandi Empower.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar