Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, er mætt til Kænugarðs til þess að sýna samstöðu með Úkraínu ásamt utanríkisráðherrum annarra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Þórdís Kolbrún birti mynd af ráðherrunum á lestarstöð í úkraínsku höfuðborginni á Twitter-síðu sinni en þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur ráðamaður heimsækir Úkraínu eftir að innrás Rússa hófst.
Ráðherrann virtist í baráttuhug en í Twitter-færslunni sagði hún að Úkraína myndi sigra stríðið þrátt fyrir sprengjuregn Rússa og villimannslega grimmd innrásarliðsins.
We, the Ministers of Foreign Affairs from 🇪🇪🇫🇮🇮🇸🇱🇻🇱🇹🇳🇴🇸🇪, are in Kyiv today in full solidarity with Ukraine. Despite Russia’s bomb rains and barbaric brutality Ukraine will win! pic.twitter.com/k9LzGrqEWB
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) November 28, 2022