fbpx
Föstudagur 09.desember 2022
Eyjan

Karen Kjartans nýr meðeigandi í Langbrók

Eyjan
Þriðjudaginn 15. nóvember 2022 14:03

Karen Kjartansdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karen Kjartansdóttir hefur bæst við hóp eiganda ráðgjafafyrirtækisins Langbrókar. Karen hefur um árabil unnið á sviði almannatengsla og stjórnendaráðgjafar.

Karen hefur fjölbreytta starfsreynslu úr íslensku atvinnulífi og hagsmunasamtaka þeirra. Þá starfaði hún í um áratug á fjölmiðlum. Einnig hefur Karen unnið fjölda trúnaðarstarfa fyrir félög í atvinnulífinu, meðal annars að því að efla tengsl milli atvinnulífs og menntastofnana auk þess að halda utan um skipulag á ráðstefnum og málþingum vegna málefna atvinnulífsins. Karen útskrifaðist með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2016 og er með BA-gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands auk þess sem hún hefur lokið námskeiði í sjálfbærni og hringrásarhagkerfi frá Cambridge.

Langbrók veitir ráðgjöf á sviði samfélagsábyrgðar, sjálfbærni, almannatengsla, markaðsmála og breytingastjórnunar. Ráðgjöfin byggir á heildrænni stefnumörkun þar sem tækifæri fyrirtækja eru kortlögð með samfélagsábyrgð og sjálfbærni að leiðarljósi með það að markmiði að efla samkeppnishæfni þeirra. Langbrók vinnur jafnframt með stjórnendum fyrirtækja að innleiðingu samfélagsábyrgðar og sjálfbærniskýrslugerðar þar sem stuðst er við alþjóðamælikvarða, UN Global Compact, Global Reporting Initiative (GRI), ESG/UFS og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (SDG).

„Það eru spennandi tímar framundan hjá Langbrók og mikill hvalreki að fá Karen til liðs við fyrirtækið. Við erum að mæta aukinni eftirspurn er varðar stefnumörkun og stjórnendaráðgjöf á sviði samfélagsábyrgðar. Stjórnendur eru að átta sig á mikilvægi þessa málaflokks og mun reynsla og þekking Karenar úr atvinnulífinu treysta heildræna ráðgjöf á þessu sviði. Snertifletir ólíkra atvinnugeira við umhverfi, efnahag og samfélag eru mismunandi og sjálfbærni áherslur eftir því. Innleiðingin kallar á nýsköpun og breytingar innan fyrirtækja sem leiðir til verðmætasköpunar og ábyrgra starfshátta.“ segir Soffía S. Sigurgeirsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Langbrókar.

„Í störfum mínum hef ég ávallt lagt áherslu á gagnsæi og að horft sé til umhverfis, siðferðis og samfélagslegra þátta enda er alveg ljóst að langtímahagsmuna fyrirtækja er best gætt með slíkum nálgunum. Kröfur um að fyrirtæki sinni þessum þáttum með markvissum hætti hafa farið mjög vaxandi undanfarin ár og munu aukast enn frekar í framtíðinni. Það eru því krefjandi en spennandi tímar fram undan í þessum efnum sem ég fagna að fá að vera hluti að.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Skýrist í dag eða á morgun hvort VR og SA gera atlögu að skammtímasamningi

Skýrist í dag eða á morgun hvort VR og SA gera atlögu að skammtímasamningi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir lög hafa verið brotin í skjóli borgarstjórnar – „Við smá­borg­ar­arn­ir kæm­umst aldrei upp með að brjóta lög­in á þenn­an hátt“

Segir lög hafa verið brotin í skjóli borgarstjórnar – „Við smá­borg­ar­arn­ir kæm­umst aldrei upp með að brjóta lög­in á þenn­an hátt“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir upp – Vill ekki bera ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun

Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir upp – Vill ekki bera ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Enn einu sinni kom Trump Bandaríkjamönnum á óvart – Segja botninum náð hvað varðar heimsku

Enn einu sinni kom Trump Bandaríkjamönnum á óvart – Segja botninum náð hvað varðar heimsku