fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Eyjan

Segir Gráa herinn á villigötum – „Nú er komið að því að for­ystu­menn eldri borg­ara hugsi sig um“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 10. nóvember 2022 10:00

Haukur Arnþórsson Mynd-Sósíalistaflokkur Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefði verið stórslys fyrir eldri borgara ef Grái herinn hefði unnið dómsmál sitt gegn ríkinu fyrir Hæstarétti á dögunum, að mati Hauks Arnþórssonar, stjórnsýslufræðings og fyrrverandi frambjóðanda í formannskjöri Félags eldri borgara. Þetta kemur fram í aðsendri grein Hauks í Morgunblaðinu í dag.

Fyrir skömmu tapaði Grái herinn dómsmáli sem félagið höfðaði á hendur ríkinu þar sem krafist var afnáms skerðinga á ellilífeyri vegna tekna frá lífeyrissjóðum. Áður en gripið var til tekjutenginga fengu allir sama ellilífeyrinn. Þannig var staðan árið 1969 og segir Haukur að lífeyrinn þá hafi verið framreiknaður 140 þúsund krónur á mánuði. Hámarksgreislur í dag eru 359 eða 286 þúsund krónur, eftir sambúðarformi lífeyrisþega.

Haukur bendir á að skerðingarnar eru grundvallaðar á jákvæðri mismunun þannig að þeir fátækari fá meira frá ríkinu en hinir ríkari. „Já­kvæð mis­mun­un fel­ur alltaf í sér skerðing­ar, jafn í vaxta­bót­um, náms­lán­um og at­vinnu­leys­is­bót­um, og væri frá­hvarf frá vel­ferðarsam­fé­lag­inu að hafna skerðing­um sem slík­um en eðli­legt að berj­ast fyr­ir sann­gjarnri beit­ingu þeirra og sann­gjörn­um al­manna­trygg­ing­um yf­ir­leitt,“ segir Haukur í grein sinni. Hann segir jafnframt:

„Það sem hef­ur gerst frá 1969, og gerðist raun­ar strax árið 1974, var að ríkið tók upp já­kvæða mis­mun­um hvað varðar elli­líf­eyri sem þýðir að fjár­veit­ingu Alþing­is var skipt ójafnt og fengu þeir sem höfðu litl­ar tekj­ur meira frá rík­inu en áður en þeir sem höfðu meiri tekj­ur, t.d. úr líf­eyr­is­sjóðum, fengu minna. Leið já­kvæðrar mis­mun­un­ar var nán­ast geng­in til enda með nýj­um lög­um um al­manna­trygg­ing­ar 2016, sem í dag tryggja þeim sem búa ein­ir tæp­lega lág­marks­laun á vinnu­markaði, elli­líf­eyr­ir­inn lækk­ar með hækk­andi tekj­um og fell­ur niður við 660 þús. kr. tekj­ur.

Krafa Gráa hers­ins snýst „de facto“ um að hverfa frá já­kvæðri mis­mun­un til jafnra greiðslna til allra, þ.e. að horfið verði til kerf­is­ins frá 1969.“

Sigur Gráa hersins hefði verið stórslys

Haukur bendir á að ef Grái herinn hefði sigrað fyrir Hæstarétti hefði Alþingi orðið að skipta jafnt þeim 80 milljörðum sem falla til ellilífeyris. Þá fengi hver og einn, 67 ára og eldri, 128 þús. frá ríkinu.

„Þetta myndi þýða að all­ir sem hafa minni líf­eyr­is­sjóðstekj­ur en 430 þús. (ein­bú­ar) eða 377 þús. (sam­búðarfólk) fengju minna frá rík­inu en áður, en þeir sem eru tekju­hærri fengju meira. Þannig myndi stærsti hóp­ur eldri borg­ara fá minna en áður – það er sá stóri hóp­ur sem þarf mest á greiðslum að halda og á lít­il rétt­indi í líf­eyr­is­sjóðum (og elli­líf­eyr­ir­inn til þeirra fá­tæk­ustu lækkaði mest). Þetta eru lista­menn, bænd­ur og aðrir sjálf­stætt starf­andi og svo stóru lág­launa­stétt­irn­ar s.s. kenn­ar­ar, versl­un­ar­fólk og hjúkr­un­ar­fræðing­ar. Nokk­ur þúsund manns fengju meira en áður (byggt á reikni­vél TR og töl­fræðigögn­um skatts­ins frá 2020).“

Haukur segir að ekkert réttlæti væri í því að slíkur dómur hefði gengið. Hann segir að forystumenn eldri borgara þurfi núna að hugsa sinn gang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis