fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Eyjan

50 milljóna kostnaður við að senda 44 fulltrúa á loftslagsráðstefnuna í Egyptalandi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. nóvember 2022 09:00

COP27 fer fram í Egyptalandi þessa dagana. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn hófst loftslagsráðstefnan COP27 í Egyptalandi. Hún stendur þar til föstudaginn 18. nóvember.  44 Íslendingar sækja ráðstefnuna og má reikna með að heildarkostnaður vegna þátttöku Íslendinga geti numið 50 milljónum.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og segir að þessi útreikningur blaðsins byggist á tölum sem eiga við fulltrúa umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins en það sendir sex fulltrúa á ráðstefnuna. Kostnaðurinn við hvern þeirra er misjafn því þeir dvelja mislengi í Egyptalandi.

Blaðið segir að í skriflegu svari frá ráðuneytinu komi fram að áætlaður kostnaður á hvern þátttakanda sé 700.000 til 1,6 milljónir.

Ráðuneytið hefur ekki upplýsingar um kostnað annarra fulltrúa í sendinefndinni eða annarra Íslendinga á ráðstefnunni.  Ef miðað er við að kostnaður þeirra sé svipaður og fyrir starfsfólk ráðuneytisins gæti heildarkostnaðurinn verið um 50 milljónir. Er þá miðað við meðalkostnað upp á 1,15 milljónir á hvern þátttakanda.

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, sækir ráðstefnuna fyrir hönd ríkisstjórnarinnar ásamt 16 manna fylgdarliði.

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli