fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

„Núna þarf Katrín Jakobsdóttir bara að ákveða sig“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 3. nóvember 2022 13:32

Til vinstri: Lenya Rún Taha Karim - Til hægri: Katrín Jakobsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef við lítum á það sem átti sér stað í gær, burtséð frá skoðunum á útlendingamálum, landamærum og hvernig við uppfyllum alþjóðlegar skuldbindingar þegar kemur að hælisleitendum, þá erum við samt með samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem er fullgildur hér á landi, okkur ber líka skylda til að fara eftir þeim alþjóðlegu skuldbindingum. Við erum mannréttindasáttmála Evrópu, við erum með stjórnarskrána sem kveður á um að veikt fólk eigi rétt til aðstoðar. Þannig það sem átti sér stað í gærkvöldi var bara skýrt brot á réttindum fólks.“

Þetta segir Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, í samtali við DV um brottvísunina á Hussein og fjölskyldu hans. Þá furðar Lenya sig á því að lögreglumenn séu látnir flytja fólk úr landi. „Það sem er líka svo leiðinlegt er að lögreglan sé sett í þessa stöðu því ég vil trúa því að lögreglumenn vilji ekki vera settir í þessa stöðu, að þurfa að flytja fatlað fólk úr landi með valdi,“ segir hún.

„Ég meina, af hverju eru ekki félagsfræðingar og sálfræðingar fengnir á staðinn til að tala við þetta fólk, af hverju er ekki beitt einhverjum öðrum aðferðum sem fela ekki í sér valdbeitingu? Þetta er bara eitthvað samtal sem við höfum átt mjög lengi. Af hverju er verið að setja lögregluna í þessa stöðu, að þurfa að beita valdi gegn viðkvæmu fólki.“

Lenya bendir á að ábyrgðin liggi ekki bara hjá Sjálfstæðisflokknum þó svo að hann sé með dómsmálaráðyneytið. „Svo eigum við líka auðvitað að hugsa til þess að hér eru þrír flokkar í ríkisstjórn, ekki bara Sjálfstæðisflokkurinn, sem fer með dómsmálaráðuneytið. Við erum líka með Vinstri græn og Framsókn, ábyrgð þeirra er rosalega mikil. Vinstri græn eru með ráðherra sem fer með hluta af þessum málaflokki og ég hef ekki heyrt neitt frá þeim,“ segir Lenya en ráðherran sem hún talar um er Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála og vinnumarkaðsráðherra.

„Það að það hafi líka verið pikkað upp börnin á leiðinni heim frá skólanum í lögreglubílum, þetta er svo mikið brot á réttindum og ég trúi ekki öðru en að Píratar fari fram á að það verði haldinn opinn fundur með þessum lögreglumönnum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd,“ segir Lenya aðspurð um hvað sé hægt að gera á Alþingi vegna málsins.

„Ég held að það væri fyrsta skrefið, krefjast svara um það á hvaða forsendum þessi valdbeitingaraðgerð var byggð á, hvaðan þau sækja heimild sína til að beita þessum aðgerðum gegn fólki sem er í svona viðkvæmri stöðu.“

Þá rifjar Lenya upp orð sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra lét falla í fjölmiðlum síðastliðinn maí en þá þvertók hann fyrir að vísa ætti fjölskyldum á flótta til Grikklands. „Núna hefur hann sýnt fram á að það er bara víst að gerast. Það að senda fólk sem er í svona ótrúlega viðkvæmri stöðu, þetta er fjölskylda með veikan mann í fjölskyldunni, að vera send út úr landi til Grikklands þar sem er ekki hægt að mæta grunnþörfum þeirra,“ segir hún og spyr hvers konar alþjóðlegar skuldbindingar sé verið að uppfylla með þessari brottvísun.

„Á meðan Sjálfstæðismenn eru að pæla í formannskjörinu sínu þá er þetta að eiga sér stað í skjóli nætur, ábyrgð Framsóknar og VG er líka rosalega mikil. Ég trúi ekki öðru en að einhver af þessum formönnum, annað hvort Sigurður Ingi eða Katrín, tjái sig um það sem átti sér stað í gær. Þetta fer einhvern veginn ekki saman til dæmis við stefnu VG þegar kemur að flóttamannamálum. Núna þarf Katrín Jakobsdóttir bara að ákveða sig hvort þetta sé stefnan sem hún vill halda uppi þegar kemur að útlendingamálum og þegar kemur að mannréttindum yfir höfuð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki