fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Eyjan

Megnið af ráðstöfunartekjum öryrkja fer í húsnæðiskostnað

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. október 2022 09:00

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ. Mynd: Silja Rut- obi.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) telur að kjör öryrkja fari hratt versnandi. Húsnæðiskostnaður sé að sliga marga og þeim fjölgi sem leiti til Umboðsmanns skuldara.

Samkvæmt fyrstu niðurstöðum könnunar sem Félagsvísindastofnun er að vinna fyrir ÖBÍ kemur fram að ætla megi að tíundi hver öryrki verji meira en 75% af ráðstöfunartekjum sínum í rekstur húsnæðis. Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar á næstu vikum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að í flestum tilvikum sé um leigu að ræða.

Samkvæmt könnum sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun lét gera á síðasta ári þá er greiðslubyrði fatlaðs fólks vel yfir meðallagi í landinu. Hún sýndi að tæpur þriðjungur öryrkja greiðir meira en 50% ráðstöfunartekna sinna í leigu.

Þuríður sagði að ÖBÍ hafi miklar áhyggjur af þessari þróun. Það færist í vöxt að fólk leiti til samtakanna vegna þess lágtekjuvanda sem það glímir við. Framfærslukostnaður hafi hækkað en bætur öryrkja hafi ekki hækkað í samræmi við þessar hækkanir. Hún sagði að fötluðu fólki sé gert að lifa á upphæð sem er um fjórðungi lægri en lágmarkslaun.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Kaldalóns

Óttar Guðmundsson skrifar: Kaldalóns
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Obama biður Bandaríkjamenn um að verja lýðræðið

Obama biður Bandaríkjamenn um að verja lýðræðið