fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Rafmagnsskömmtun hugsanleg í Bretlandi í vetur – Forsætisráðherrann stendur í vegi fyrir einfaldri lausn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. október 2022 09:00

Liz Truss er í miklum ólgusjó þessa dagana. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það stefnir í nýtt óveður í kringum Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, því af hugmyndafræðilegum ástæðum kemur hún í veg fyrir að gripið verði til lausnar sem getur komið í veg fyrir að grípa þurfi til rafmagnsskömmtunar í vetur.

Yfirvöld hafa sagt að í versta falli þurfi að loka fyrir rafmagnið í þrjár klukkustundir í einu ef málin þróast á versta veg.

Ef svo fer verður fólki gert viðvart daginn áður um hvenær lokað verður fyrir rafmagnið hjá þeim. Með því á að minnka rafmagnsnotkunina um fimm prósent.

En samkvæmt því sem breskir fjölmiðlar segja þá er Lis Truss á móti einfaldri lausn sem gæti leyst þennan vanda. Hún er sögð á móti þessari lausn af hugmyndafræðilegum ástæðum.

Atvinnumálaráðherra hennar, Jacob Rees-Mogg, hefur nefnilega gert áætlun um auglýsingaherferð sem á að fá Breta til að spara orku. Herferðin kostar 15 milljónir punda.

En eins og staðan er núna þá verður ekki farið af stað með þessa herferð því Truss hefur bannað það vegna þess að hún hefur áhyggjur af að herferð af þessu tagi muni vera of mikið inngrip í frjálst val fólks. „Við erum ekki barnapíuríkisstjórn,“ sagði Graham Stuart, umhverfismálaráðherra.

Flokkssystkini hennar hafa hvatt hana til að skipta um skoðun eins og hún gerði varðandi afnám hátekjuskattsins. Þingmenn og forystumenn í iðnaði segja að ekkert sé að því að gefa fólki ráð um hvernig það getur sparað peninga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn