fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Dagur tilkynnir um framboðsmál sín eftir sóttkví

Eyjan
Miðvikudaginn 5. janúar 2022 12:20

Dagur B. Eggertsson. Mynd: Stefán K

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri greinir frá því í Facebook-færslu í dag að hann sé kominn í sóttkví. Hann hefur þó ekki sjálfur greinst með veiruna:

„Það fór þá aldrei svo að ég eða fjölskyldan færum í gegnum faraldurinn án þess að lenda í sóttkví. Allt er einu sinni fyrst. Eftir að eitt barnanna greindist með Covid heldur fjölskyldan til á heimilinu í alls konar fjarvinnu og fjarfundum – á öllum hæðum. Vonum að það versta sé afstaðið og aðrir hafa hingað til ekki smitast. Öllum líður vel.“

Dagur segir að fjölmiðlar hafi haft samband við hann í dag til að forvitnast um hvort hann hyggist gefa kost á sér fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Dagur gefur fyrirheit um svör um eða upp úr næstu helgi:

„Nokkrir fjölmiðlar hafa verið í sambandi í dag og gær til að spyrja um framboðsmál mín, minnugir þess að ég sagðist myndu gera grein fyrir þeim eftir hátíðar. Margir hafa verið í sambandi við mig um þau mál að undanförnu sem ég er þakklátur fyrir. Ég vona að það mæti skilningi að ég muni ekki segja frá niðurstöðu minni fyrr en sóttkví lýkur sem verður vonandi um helgina eða strax eftir helgi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki