fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Íbúar í Skerjafirði mótmæla fyrirhugaðri landfyllingu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. janúar 2022 09:00

Hluti af framtíðarsýn fyrir Skerjafjörð. Mynd:Reykjavík.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í Skerjafirði og Landvernd mótmæla fyrirhugaðri landfyllingu í fjörunni í Skerjafirði vegna nýrrar íbúðabyggðar sem á að rísa þar. Reykjavíkurborg hefur í hyggju að gera 4,3 hektara landfyllingu vegna nýs íbúðahverfis við enda Reykjavíkurflugvallar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að í kynningu borgarinnar segi að strandlengjan verði mótuð þannig að hún líkist náttúrulegri strönd og leitast verði við að þar geti myndast leirur í stað þeirra sem raskast. Segir borgin landfyllinguna nauðsynlega til að hverfið nái þeirri stærð að það verði sjálfbært.

Frestur til að skila inn athugasemdum vegna áformanna rann út fyrr í mánuðinum og sendu fjölmargir íbúar inn mótmæli og það gerði Landvernd einnig. Fréttablaðið segir að rauði þráðurinn í mótmælunum sé að ásýnd svæðisins spillist og búsvæði fugla og annarra dýra eyðileggist.

„Öllum ætti að vera ljóst að landfyllingin og mannvirki á henni hafa mikil og neikvæð áhrif á landslag og ásýnd. Eftir röskun og landfyllingu verður útkoman manngert grjótmannvirki. Það er erfitt að færa sannfærandi rök fyrir samfélagslegri nauðsyn þess að spilla leirum sem þessum sem lítið er eftir af á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í umsögn Landverndar.

Sigurður Áss Grétarsson, verkfræðingur, segir í athugasemd að það sé rangt hjá borginni að fjaran sé töluvert röskuð. Hún sé að mestu óbreytt frá 19. öld eftir því sem segi í skýrslu borgarminjavarðar. „Ef ætlunin er að eyðileggja leirurnar þá á borgin bara að segja það hreint út en ekki blekkja og slá ryki í augu fólks,“ segir hann.

Nánar er hægt að lesa um málið og athugasemdir íbúa í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar