fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Fjölgar í starfsmannahópi samskiptafélagsins Aton.JL

Eyjan
Föstudaginn 28. janúar 2022 12:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grettir Gautason, Ásdís Sigurbergsdóttir og Eydís Blöndal hafa verið ráðin til samskiptafélagsins Aton.JL. Grettir og Ásdís koma inn í ráðgjafastörf og Eydís sem texta- og hugmyndasmiður. Ráðning þeirra er liður í að styrkja enn frekar fjölbreyttan starfsmannahóp fyrirtækisins.

Grettir Gautason

Grettir starfaði áður í almannatengslum hjá H:N markaðssamskiptum og sem sölu- og verkefnastjóri hjá vefmiðlinum Kjarnanum. Grettir er með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands auk þess sem hann er að ljúka MA-námi í almannatengslum og markaðssetningu við Universidade Fernando Pessoa í Portúgal.

Ásdís er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og mun í vor ljúka MA gráðu í opinberri stjórnsýslu. Hún fór í skiptinám til Indlands og Svíþjóðar, þar sem hún bjó um tíma.

Ásdís Sigurbergsdóttir

Ásdís starfaði áður sem ráðgjafi á stefnumótunar- og fjármálasviði Capacent á Íslandi og sem sérfræðingur á stefnuskrifstofu í forsætisráðuneytinu, í tímabundnum verkefnum á sviði stefnumótunar. Síðustu ár hefur Ásdís einnig tekið að sér aðstoðarkennslu við stjórnmálafræðideild HÍ.

Eydís er með BA gráðu í heimspeki með hagfræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands. Hún hefur gefið út þrjár ljóðabækur og ásamt því verið í stórum sem smáum verkefnum fyrir hin ýmsu fyrirtæki, meðal annars JÖMM og Siðmennt.

Eydís Blöndal

„Með fjölgun verkefna og með aukinni aðsókn í þjónustu okkar hjá Aton.JL höfum við fengið þessa öflugu viðbót í starfsmannahópinn okkar. Grettir, Ásdís og Eydís koma öll með þekkingu og bakgrunn sem bætir við getu okkar en styrkir einnig fjölbreytta sérþekkingu innan fyrirtækisins. Með þessari viðbót getum við sérsniðið enn betur teymi utan um ólíkar þarfir viðskiptavina okkar og aukið við breidd þeirra verkefna sem við tökum að okkur,“ segir Sif Jóhannsdóttir, rekstrarstjóri Aton.JL.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi