fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Eyjan

Flytja bandaríska sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu vegna ótta við innrás Rússa

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. janúar 2022 06:00

Sendiráð Bandaríkjanna í Úkraínu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk stjórnvöld hafa fyrirskipað fjölskyldum starfsmanna bandaríska sendiráðsins í Úkraínu að yfirgefa landið hið fyrsta. Einnig mega allir starfsmenn, sem ekki teljast til bráðnauðsynlegra starfsmanna, yfirgefa landið á kostnað bandaríska ríkisins. Ástæðan fyrir brottflutningnum er óttinn við yfirvofandi innrás Rússa í landið.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að embættismenn hafi lagt áherslu á að sendiráðið í Kyiv verði áfram opið og að tilkynningin jafngildi því ekki að verið sé að rýma sendiráðið og flytja alla á brott. Embættismennirnir sögðu einnig að þessi aðgerði hafi verið til íhugunar um hríð og sé ekki merki um að Bandaríkin séu að draga úr stuðningi við Úkraínu.

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, funduð á föstudaginn um málefni Úkraínu en engin niðurstaða varð af þeim fundi.

Í yfirlýsingu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu segir að upplýsingar liggi fyrir um að Rússar séu að undirbúa umfangsmiklar hernaðaraðgerðir gagnvart Úkraínu.

Rússar hafa þvertekið fyrir að til standi að ráðast á Úkraínu en afneitunum þeirra er almennt ekki trúað á alþjóðavettvangi enda vandséð af hverju þeir hafa stefnt rúmlega 100.000 hermönnum og miklu magni hernaðartóla að landamærum ríkjanna ef þeir hyggja ekki á aðgerðir gegn Úkraínu. Þeir hafa sakað Bandaríkin og NATO um að kynda undir ófriðarbáli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Garner aftur til United?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Fjöldaframleiddar jólaklisjur

Nína Richter skrifar: Fjöldaframleiddar jólaklisjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Áföllin í ár hversdagsleg – vel viðráðanleg fyrir hagkerfið

Gylfi Magnússon: Áföllin í ár hversdagsleg – vel viðráðanleg fyrir hagkerfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Örn Bárður Jónsson: Sagði allt til sölu á Íslandi – Davíð fyrtist við og hjólaði í biskup

Örn Bárður Jónsson: Sagði allt til sölu á Íslandi – Davíð fyrtist við og hjólaði í biskup
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Áfallahjálp eða lífsleikninámskeið fyrir fallna ráðherra

Orðið á götunni: Áfallahjálp eða lífsleikninámskeið fyrir fallna ráðherra
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki