fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Fletti Björn Ingi ofan af leyndarmáli Eyþórs í Silfrinu í gær?

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. janúar 2022 14:00

mynd/Skjáskot ruv.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, segir Eyþór Arnalds hafa hætt vegna þess að kannanir sýndu sterkari stöðu Hildar Björnsdóttur innan Sjálfstæðisflokksins en fólk hafði gert sér grein fyrir. Þetta kom fram í Silfrinu í gærmorgun.

Gestir Egils Helgasonar þáttastjórnanda í Silfri gærdagsins voru þau Björn Þorláksson, blaðamaður á Fréttablaðinu, Friðjón Friðjónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, Karen Kjartansdóttir, ráðgjafi og fyrrum framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, og Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður.

Eftir kröftuga umræðu um handboltaleik helgarinnar barst talið að sveitarstjórnarmálum og þá helst þeirri sérstöku stöðu hjá Sjálfstæðismönnum í borginni. Hildur Björnsdóttir, sem í dag vermir annað sætið á lista flokksins tilkynnti í nóvember að hún myndi sækjast eftir oddvitasætinu. Áður hafði Eyþór Arnalds, sitjandi oddviti, sagst myndi sækjast eftir áframhaldandi oddvidastöðu. Svo fór þó að lokum að Eyþór tilkynnti í desember, öllum að óvörum, að hann myndi ekki sækjast eftir stöðunni og ætlaði að hætta í stjórnmálum að þessu kjörtímabili loknu.

Björn Þorláksson benti þá á að beðið væri eftir mótframbjóðenda fyrir Hildi, en sú saga hefur gengið fjöllum hærra að leitað sé logandi ljósi að mótframboði, en leitarmenn ekki haft erindi sem erfiði. Friðjón Friðjónsson tók undir með Birni: „Það mun klárlega einhver gefa kost á sér í fyrsta sætið, verði almennt prófkjör,“ sagði hann. „Og það er alltaf einhver með meiri metnað en vit,“ bætti hann svo við og uppskar hlátur við borðið.

Brotthvarf Eyþórs olli mörgum heilabrotum, og töldu margir að eitthvað annað lægi undir en uppgefnar ástæður Eyþórs. Þegar Egill beindi spurningu um hvers vegna Eyþór hafi hætt að Birni Inga lá ekki á svörum: „Hann ber fyrir sig persónulegum ástæðum, en ég held að honum hafi verið ljóst, eins og mörgum öðrum, að þú ert bara nýtt andlit einu sinni og hann var það ekki einu sinni fyrir fjórum árum. Ég held að það hafi verið gerðar mælingar sem sýndu mikinn styrk Hildar gegn honum,“ sagði Björn Ingi.

Björn sagði gengi Hildar jafnframt athyglisvert. „Hildur fer á tólf dögum úr því að vera underdog, eða áskorandinn, og yfir í þá stöðu að menn eru að velta því fyrir sér hvort að einhver muni bjóða sig fram gegn henni. Það er mjög áhugaverð staða, og hún hefur náð að stimpla sig rækilega inn með því.“

Þáttinn má sjá í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun