fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Biden íhugar að senda mörg þúsund hermenn til Evrópu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. janúar 2022 08:00

Bandarískir hermenn á æfingu. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, íhugar nú að senda mörg þúsund bandaríska hermenn til Evrópu og þá aðallega Eystrasaltsríkjanna og Austur-Evrópu. Ástæðan er ágengni Rússa við úkraínsku landamærin og það sem margir telja vera yfirvofandi innrás þeirra í landið.

CNN segir að helstu hernaðarráðgjafar Biden hafi fundað með honum í Camp David, sem er sumarhús forseta Bandaríkjanna, um helgina. Einnig voru Lloyd Austin, varnarmálaráðherra, og Mark Milley, hershöfðingi og æðsti herforingi landsins, með á fundinum en þó í gegnum fjarfundabúnað.

CNN segir að rætt hafi verið um að senda hersveitir til Evrópu og farið yfir nýjustu upplýsingar um stöðu mála varðandi málefni Úkraínu og hugsanleg viðbrögð Bandaríkjanna og bandamanna þeirra við innrás Rússa í landið.

The New York Times segir að reiknað sé með að Biden taki ákvörðun í málinu nú í upphafi vikunnar.

Einn af þeim möguleikum sem var viðraður er að 1.000 til 5.000 hermenn verði sendir til Austur-Evrópu og Eystrasaltsríkjanna og að þeir verði reiðubúnir til að flytja bandaríska ríkisborgara frá Úkraínu ef þörf krefur.

Markmiðið með að senda liðsauka til Austur-Evrópu verður að styrkja herafla NATO þar og sýna bandalagsþjóðunum fram á staðfestu Bandaríkjanna. Til greina kemur að færa hersveitir til innan Evrópu eða senda nýjar til álfunnar. Ef Rússar ráðast á Úkraínu sé fullt tilefni til að færa hersveitir til innan álfunnar og fjölga í herliðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega