fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Þjóðhetja orðuð við formannsstól KSÍ

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 2. janúar 2022 14:10

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ / ©Anton Brink 2021

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er engin lognmolla hjá Knattspyrnusambandi Íslands en framundan er 76. ársþing sambandsins sem fram fer í febrúarlok á Ásvöllum í Hafnarfirði. Þingsins er beðið með talsverðri eftirvæntingu en eitt af stærstu verkefnunumverður að kjósa í formannsembætti sambandsins sem og nýja stjórn þess.

Að óbreyttu mun sitjandi formaður, Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrsta konan sem gegnir embættinu, gefa áframhaldandi kost á sér en hún var kjörin til verksins á sérstöku aukaþingi sambandsins í október á nýliðnu ári. Vanda mun því sækjast eftir skýru umboði frá fjöldahreyfingunni til þess að stýra skútunni áfram til framtíðar og innleiða sín gildi í starf hreyfingarinnar.

Ljóst er að hluti þeirra sem eru allt í öllu á bak við  úrvalsdeildarfélögin íslensku eru óvissir um hvort að besti leikurinn í stöðunni sé að Vanda sitji áfram og leita nú logandi ljósi að öðrum heppilegri valkosti. Í þeirri umræðu er farið að bera á óvæntu nafni sem tikkar í fjölmörg box, þar á meðal að vera svo virtur að viðkomandi fengi ekki á sig þann jafnréttisstorm sem að aðrir minna þekktir karlkyns frambjóðendur geta búist við.

Þjóðhetja á milli starfa

Sá maður er enginn annar en Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari. Heimir vann sér inn stöðu hálfgerðrar þjóðhetju eftir afrek sín með íslenska landsliðið, með og án Lars Lägerback, og svo heppilega vill til að hann er á milli starfa eftir að þúsund og einu ævintýri hans í Arabíu lauk fyrir skemmstu.

Heimir Hallgrímsson

Eins og áður segir nýtur Heimir mikillar virðingar og er eins óumdeildur og hugsast getur í íslensku samfélagi. Hann hefur áralanga reynslu af því að glíma við fjölmiðla, þótt yfirleitt hafi það verið í meðbyr, og gæti því verið með nægilega reynslu til þess að glíma við þann hluta starfsins.

Þá er Heimir vel kynntur á alþjóðlegum vettvangi og enginn kann fræði FIFA um þjálfun og uppbyggingarstarf betur en hann.

Einnig liggur fyrir að Heimir vill starfa innan knattspyrnuheimsins frekar en að laga vestmannaeyska tanngarða sem er þó ekki vanþörf á.

Hvort að Heimir muni hafa áhuga á slíku skrifstofustarfi er þó óvíst auk þess sem að kosningabarátta og allt sem henni fylgir fælir hann eflaust frá.

Það kemur í ljós á næstunni en hvort sem það verður þjóðhetjan eða einhver annar þá eru miklar líkur á að Vanda Sigurgeirsdóttir fái mótframboð í febrúarlok.

Leiðin liggur til Eyja

Allir þræðir liggja til Vestmannaeyja þegar kemur að slúðri um næsta formann KSÍ. Það væri kannski fullmikið að kalla Pál Magnússon, fyrrum þingmann og útvarpsstjóra, þjóðhetju en hann er sannarlega vel kynntur og heppilegt nokk á milli starfa. Nokkuð hefur borið á því að nafn hans sé nefnt varðandi framboð og heimildir Orðsins eru á þá leið að Páll útiloki ekki slíkar vangaveltur  heldur íhugi málið og meti stöðuna. Kappinn elskar jú knattspyrnu.

Páll Magnússon, Mynd -Ernir Eyjólfsson

Þrátt fyrir að Páll sé með glaðlyndari mönnum er ímynd hans út á við að hann sé með fullgilt félagsskírteini í fýlupokaklúbb þétt miðaldra Sjálfstæðismanna sem Jón Gunnarsson og Brynjar Níelsson veita forstöðu. Færi Páll í framboð mætti hann því búast við talsverðum mótvindi í líkingu við þann sem Jón fékk í fangið þegar hann tók við dómsmálaráðuneytinu.

En ef það er eitthvað sem að peyjar úr Eyjum hræðast ekki þá er það skítaveður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi