fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Eyjan

Vilhjálmur segir ríkisstjórnina hafa brugðist að mörgu leiti – „Við verðum að þora að taka þessa umræðu“

Eyjan
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 16:02

Vilhjálmur Árnason. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að ríkisstjórnin hefði brugðist. Í henni fjallaði hann um sóttvarnaraðgerðir og umræðuna í kringum þær, sem honum finnst hafa verið einhliða.

„Við þurfum að þora að taka umræðuna frá mörgum sjónarhornum, en mér hefur fundist að eftir tveggja ára veru í faraldrinum, að hún einskorðist bara út frá sóttvarnarsjónarmiðunum. Maður finnur það almennt í samfélaginu að maður er að stíga inn á hættulega braut þegar maður fer að gagnrýna eitthvað, eða spyrja spurninga, en við verðum að taka þessa umræðu,“ sagði Vilhjálmur.

Í kjölfarið bætti hann við: „Ég verð nú bara að segja og taka undir það að ríkisstjórnin hafi að mörgu leyti brugðist í þessu.“ 

Þá sagði Vilhjálmur mikilvægt að eftirköst heimsfaraldursins yrðu rædd og minntist sérstaklega á atvinnulífið og fólk sem hefur misst vinnu vegna faraldursins.

Auk þess velti hann fyrir sér hvort heilbrigðisstarfsfólk sem hefði undanfarið unnið við skimanir væri betur nýtt á öðrum sviðum heilbrigðiskerfisins. „Við verðum að þora að taka þessa umræðu,“ sagði Vilhjálmur og kallaði til fjölmiðla, Alþingis og samfélagsins í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja

Björn Jón skrifar: Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja