fbpx
Þriðjudagur 27.september 2022
Eyjan

Steinunn nýr formaður Læknafélags Íslands

Eyjan
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 16:24

Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélagsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir er nýr formaður Læknafélags Íslands (LÍ) til næstu tveggja ára. Í liðlega 100 ára sögu LÍ er Steinunn önnur konan til að gegna formennsku í félaginu. Fyrst var Birna Jónsdóttir röntgenlæknir, sem var formaður LÍ 2007-2011. Steinunn tekur við af Reyni Arngrímssyni sem sagði af sér formennsku í byrjun nóvember 2021.

Steinunn er öldrunarlæknir og yfirlæknir heilabilunareiningar Landspítalans frá 2018. Þá hefur Steinunn verið formaður læknaráðs Landspítala frá stofnun þess í nýrri mynd í byrjun 2021.

Steinunn útskrifaðist úr læknadeild Háskóla Íslands 2004. Hún starfaði á Landspítala og á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til ársins 2008 þegar hún hóf sérnám í öldrunarlækningum við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Hún var samhliða sérnámi í doktorsnámi og varði doktorsritgerð sína „Biomarkers in preclinical familial Alzheimer disease“ árið 2018. Steinunn flutti aftur heim til Íslands 2014 og hefur starfað við öldrunarlækningadeild Landspítala síðan og verið eins og áður segir yfirlæknir heilabilunareiningarinnar frá 2018.

Steinunn hefur lengi verið virk í félagsmálum lækna. Hún var formaður alþjóðanefndar læknanema og tók þátt í að hrinda í framkvæmd kynfræðslu læknanema í framhaldsskólum sem nú kallast Ástráður. Þá stóð hún fyrir undirskriftasöfnun meðal lækna sem störfuðu erlendis árið 2014 til stuðnings kjarabaráttu lækna og afhenti þáverandi formaður LÍ Þorbjörn Jónsson Kristjáni Þór Júlíussyni þáverandi heilbrigðisráðherra undirskriftirnar á aðalfundi LÍ 2014. Steinunn sat fyrir hönd Læknafélags Reykjavíkur í nefnd sem barðist fyrir framtíð Lækningaminjasafnsins. Steinunn hefur verið í stjórn Norræna öldrunarfræðafélagsins og tók við formennsku þess 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Magnús Orri biðst afsökunar á Landsdómsmálinu – Hefur hvílt þungt á honum í 12 ár

Magnús Orri biðst afsökunar á Landsdómsmálinu – Hefur hvílt þungt á honum í 12 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flokkur fólksins og Sjálfstæðisflokkur vilja bjarga Skólamunastofu Austurbæjarskóla

Flokkur fólksins og Sjálfstæðisflokkur vilja bjarga Skólamunastofu Austurbæjarskóla