fbpx
Laugardagur 04.febrúar 2023
Eyjan

Katrín Olga ráðin framkvæmdastjóri hjá nýju dótturfélagi Landsnets

Eyjan
Miðvikudaginn 21. september 2022 13:05

Katrín Olga Jóhannesdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsnet hefur stofnað dótturfélag sem hefur það hlutverk að setja á fót og reka heildsölumarkað raforku á Íslandi. Katrín Olga Jóhannesdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri félagsins. Katrín Olga hefur áratuga reynslu sem stjórnandi og stjórnarmaður í íslensku atvinnulífi. Hún var formaður Viðskiptaráðs Íslands og var fyrsta konan til að sinna því hlutverki.  Hún segir það spennandi að fá tækifæri til að móta og innleiða nýjar aðferðir í orkuviðskiptum á Íslandi og hlakkar til að takast á við það verkefni.

„Það er mjög spennandi kafli framundan í sögu íslenskra orkuviðskipta þar sem bæði notkun og framleiðsla mun verða fjölbreyttari og flóknari en áður. Markmiðið með heildsölumarkaðnum er að skila neytendum hagkvæmasta verði hverju sinni en um leið tryggja orkuöryggi, stöðugleika og gagnsæi orkuverðs. Það er frábært tækifæri að taka þátt í að innleiða nýjar aðferðir í þessum efnum“ segir Katrín Olga.

Katrín Olga er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands með meistaragráðu frá University of Southern Denmark og viðbótarnám frá London Business School.

Guðmundur I. Ásmundsson, stjórnarformaður nýja fyrirtækisins og forstjóri Landsnets, segir markaðinn mikilvægan meðal annars þegar kemur að loftslagsmálum.

„Virkir orkumarkaðir eru mikilvægir í orkuöryggi þjóða og það sama gildir hér á landi. Skilvirkt aðgengi að markaði er nauðsynlegt en markaðsumhverfi orku er að breytast hratt í þá átt að notendur geta tekið þátt í rekstri kerfisins og fengið greitt fyrir þá þjónustu. Það er einungis hægt með gagnsæjum verðum, þannig að orka komi inn á kerfið og sé nýtt á réttum tíma. Orkumarkaðir eru einnig mikilvægir fyrir fjárfestingar í framleiðslu á orku en nýir framleiðendur, jafnvel með nýja tækni eins og vindorku, reiða sig á gagnsæ orkuverð til að meta hvort fjárfestingin sé hagkvæm. Fyrir okkur sem þjóð er þetta tvennt mjög mikilvægt í baráttunni við loftslagsvánna en grænbókin Staða og áskoranir í orkumálum, sem kom út nýlega, bendir á að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á næstu átján árum. Mögulega komumst við af með minna ef notendur geta tekið þátt í orkuviðskiptunum og hagrætt í sinni notkun.“

Katrín Olga mun hefja störf um mánaðamótin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Gera alvarlegar athugasemdir við inngrip ríkissáttasemjara

Gera alvarlegar athugasemdir við inngrip ríkissáttasemjara
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arndís gagnrýnir Dani fyrir að hleypa ekki konum sem gengu til liðs við ISIS aftur inn í landið

Arndís gagnrýnir Dani fyrir að hleypa ekki konum sem gengu til liðs við ISIS aftur inn í landið