fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Hildur skaut föstum skotum á meirihlutann – Fengu yfir sig „holskefluna af óhróðri fyrir að benda á hið augljósa“

Eyjan
Þriðjudaginn 6. september 2022 19:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Málefni leikskóla í Reykjavíkurborg hafa verið mikið til umræðu undanfarið og hafa foreldrar ungra barna í borginni meðal annars mætt undanfarið til að mótmæla úrræðaleysi borgarinnar í málum barna sem nú bíða þess að komast inn í leikskóla.

Fjöldi foreldra hefur stigið fram opinberlega og greint frá erfiðri stöðu sem þau hafa lent í sökum þess að dagvistun fáist ekki fyrir börn þeirra, en foreldrar sem eru búnir með fæðingarorlof eru í erfiðri stöðu hvað varðar vinnu og tekjuöflun.

Hafa foreldrar einkum gagnrýnt að nú hafi foreldrum í borginni ítrekað verið lofað því að börn komist á leikskóla er fæðingarorlofi líkur, eða við 12 mánaða aldur, en það hafi engan veginn gengið eftir og eru margir foreldrar í þeirri stöðu að börn þeirra eru ekki komin með leikskólavist eins og hálfs árs gömul

Í umræðum um stöðu leikskólamála í borgarstjórn Reykjavíkur í dag rakti Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, aðdragandann að þeirri stöðu sem nú er komin upp í leikskólamálum borgarinnar. Rifjaði hún upp fréttatilkynningu borgarinnar frá 3. mars sl. þar sem gefin voru loforð um leikskólavist fyrir 12 mánaða börn strax í haust.

Fljótlega hafi borgarráð fengið endurskoðaða heildaráætlun í leikskólamálum þar sem skyndilega hafi átt að tvöfalda öll fyrirhuguð leikskólapláss. „Bara svona á einu augabragði eins og hendi væri veifað, og það átti auðvitað að byrja að innrita þessi börn í mars, svona haganlega stuttu fyrir kosningar,“ sagði Hildur.

Hildur segir að Sjálfstæðisflokkur hafi strax bent á að þetta væri full bjartsýnt, og við þá gagnrýni hafi þau fengið yfir sig „holskefluna af óhróðri fyrir að benda á hið augljósa.“

Það hafi svo verið í apríl sem fjölmiðlar hafi greint frá því að borgin hafi boðið leikskólapláss sem ekki voru til. 

Fyrirséð hafi verið frá upphafi að áform meirihlutans gætu ekki staðist. Varpaði ræðan upp þeirri spurningu hvort hreinlega hafi verið logið að foreldrum leikskólabarna í Reykjavík, en Hildur benti á að í aðdraganda kosninga hafi verið háleit loforð um leikskólapláss við 12 mánaða aldur, en svo fljótlega eftir að nýr meirihluti var myndaður hafi „sorgarfregnirnar“ verið tilkynntar – að ekki væri hægt að efna þetta loforð fyrir haustið. 

„Það kom ekkert sérstaklega á óvart,“ sagði Hildur en að þetta hafi verið skýrt með að borginni hafi „alveg óvænt“ borist 200 fleiri umsóknir en reiknað var með.

Hildur bendir á að þetta hafi verið ljóst í júní. Nú sé staðan sú að í ágúst hafi foreldrar mótmælt, og komið var á daginn að sumarið hafi ekki verið nýtt í að finna lausn á málunum.

„Það er leitt að segja en það er þannig sem þetta blasir við manni að hreinlega hafi verið sagt ósatt í aðdraganda kosninga“

Hildur segir skort á langtímastefnumótun í leikskólamálum í Reykjavík áþreifanlega en að sögn hennar eru Sjálfstæðismenn tilbúnir að ræða allar kerfisbreytingar sem eru nauðsynlegar til að leysa leikskólavanda meirihlutaflokkanna í Reykjavík,

„Við gagnrýnum aðdragandann að þessu máli og aðgerðaleysið í sumar, en erum að sjálfsögðu reiðubúin í samtal og samvinnu um lausnir. Það er markmið okkar allra að einfalda líf fjölskyldna og leysa þann vanda sem meirihlutaflokkarnir hafa búið til fyrir foreldra barna í borginni. Sú vinna mun ekki stranda á okkur,“ segir Hildur. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli