fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Eyjan

Katrín bregst við ummælum Bjarkar – „Já, það er leitt“

Eyjan
Föstudaginn 19. ágúst 2022 13:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir var ómyrk í máli í viðtali við The Guardian þegar hún sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. En Katrín hafi gert samkomulag við Björk og loftlagsaktívistann Gretu Thunberg um að lýsa yfir neyðarástandi í lofslagsmálum.

Sjá einnig: Björk segist hafa orðið brjáluð út í Katrínu í viðtali við Guardian – „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“

Fréttamenn Vísis báru ummæli Bjarkar undir Katrínu að loknum ríkisstjórnarfundi í dag þar sem Katrín sagði að sér þætti leitt að Björk hafi orðið fyrir vonbrigðum.

„Já, það er leitt en ég held að þegar til lengri tíma er horft skipti mestu máli að við, Ísland, náum árangri í raunverulegum aðgerðum í að draga úr losun gróðurhúsategunda og ná kolefnishlutleysi.“

Málið hafi verið rætt á fundi ríkisstjórnar og hafi verið tekin ákvörðun um að taka aðra nálgun á málið.

„Við vildum leggja áherslu á aðgerðir sem skila árangri,“ sagði Katrín. Ljóst væri að loftslagsmál væru að valda vanda víða í heimi og væri kominn tími á aðgerðir frekar en orð.

Björk sagði einnig í áðurnefndu viðtali að Katrín hafi ekkert gert fyrir umhverfið síðan hún tók við embætti. Katrín segir það rangt. Ísland sé framarlega á sviði loftslagsmála og hafi ríkisstjórnin lagt áherslu á markvissar aðgerðir til að ná þeim árangri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn