fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Eyjan

Óskar Sveinn ráðinn framkvæmdastjóri Smyril Line Cargo á Íslandi

Eyjan
Miðvikudaginn 20. júlí 2022 11:14

Óskar Sveinn Friðriksson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Sveinn Friðriksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Smyril Line Cargo á Íslandi og tekur við starfinu af Lindu Gunnlaugsdóttir.

Óskar hefur verið framkvæmdastjóri KAPP ehf undanfarin þrjú ár þar sem hann hefur stýrt stækkandi fyrirtæki í gegnum krefjandi tíma.  Árin þar á undan stýrði Óskar fjölmörgum uppbyggingar verkefnum í flutningageiranum og hefur yfir tveggja áratuga reynslu á því sviði.

,,Ég hef á mínum ferli fengið tækifæri í ýmsum stjórnendastöðum víða um heim innan flutningageirans og síðastliðin þrjú ár stýrt því skemmtilega fyrirtæki KAPP ehf. Flutningabransinn er mjög spennandi á Íslandi og það sem Smyril Line hefur verið að gera hér á landi er einstakt.  Þegar mér gafst svo  tækifæri á að taka þátt í áframhaldandi vexti Smyril Line á Íslandi þá var ekki annað hægt en að segja já takk við því. Ég mun kveðja KAPP með söknuði en á sama tíma hlakka ég mikið til nýrra verkefna,” segir Óskar Sveinn Friðriksson en hann hefur störf 8. ágúst nk.

,,Við erum mjög ánægð að fá Óskar í öflugan hóp starfsmanna Smyril Line.  Hann hefur sýnt það á síðustu árum að hann er öflugur stjórnandi í alþjóðlegu umhverfi sem mun nýtast okkur vel í áframhaldandi vexti,” segir Jens Meinhard Rasmussen, stjórnarformaður Smyril Line Ísland ehf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Fréttastofujól

Óttar Guðmundsson skrifar: Fréttastofujól
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Þrjár vondar hugmyndir

Sigmundur Ernir skrifar: Þrjár vondar hugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ólán Sjálfstæðisflokksins tekur engan enda

Orðið á götunni: Ólán Sjálfstæðisflokksins tekur engan enda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Mestu varðar mannúðin og mildin

Sigmundur Ernir skrifar: Mestu varðar mannúðin og mildin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Nú getur biskup einbeitt sér að því sem biskup á að gera

Guðrún Karls Helgudóttir: Nú getur biskup einbeitt sér að því sem biskup á að gera
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Ljós í myrkri

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Ljós í myrkri