fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Rishi Sunak ætlar að verða næsti forsætisráðherra Bretlands

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 8. júlí 2022 16:30

Rishi Sunak. Skjáskot Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýhættur fjármálaráðherra Bretlands, Rishi Sunak, hefur lýst því yfir að hann sækist eftir formannsembættinu í breska íhaldsflokknum og stól forsætisráðherra. Sunak sagði af sér embætti á þriðjudagskvöld, rétt eins og Sajid Javid, heilbrigðisráðherra.

Sky News greinir frá þessu

Boris Johnson sagði í gær af sér embætti formanns flokksins en segist ætla að sitja áfram í stóli forsætisráðherra þar til eftirmaður hans í formannsembætti flokksins er fundinn. Hefur sú ákvörðun mælst illa fyrir meðal breskra íhaldsmanna.

Uppsagnir ráðherra úr ríkisstjórninni hafa orðið vegna tíðra hneykslismála þar sem Johnson er álitinn ekki hafa brugðist við vondum fréttum með því að segja sannleikann. Gildir það sérstaklega um afar illa þokkuð drykkjusamsæti sem haldin voru í forsætisráðherrabústaðnum að Downing-stræti 10 í miðjum samkomutakmörkunum kórónuveirufaraldursins. Kornið sem fyllti mælinn var skipun Chris Pincher í embætti varaformanns Íhaldsflokksins en Pincher er sakaður um ítrekaða kynferðislega áreitni gegn karlmönnum.

Í tilkynningu sinni segir Rishi Sunak að þjóðin standi frammi fyrir erfiðum verkefnum og hann hafi fengið nóg af sundrungu. Hann segist vilja beita sér fyrir ábyrgri framgöngu ríkisstjórnarinnar. Í myndbandi sem hann birti með tilkynningu sinni segir Sunak: „Fjölskyldan skiptir mig öllu máli. Og mín fjölskylda veitti mér tækifæri sem aðrir geta aðeins látið sig dreyma um.“

Sunak segist hafa gegnt erfiðasta embættinu sem hægt var að gegna á tíma kórónuveirufaraldursins. Hann segir gildi sín vera óhaggganleg en þau séu ættjarðarás, sanngirni og mikil vinna.

Sjá nánar á vef Sky News

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki