fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Eyjan

Vilhjálmur ánægður með Ásgeir – „Hafði kjark og þor til að benda á það augljósa“

Eyjan
Fimmtudaginn 16. júní 2022 13:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands og Verkalýðsfélags Akraness, er heldur betur sáttur með Ásgeir Jónsson, Seðlabankastjóra, eftir að sá síðarnefndi benti í gær á að verðtryggð húsnæðislán séu stórhættuleg.

Vilhjálmur hefur skrifað grein um málið, sem birtist hjá Vísi, þar sem hann þakkar Ásgeiri fyrir.

„Þau stórmerkilegu tíðindi gerðust í gær að í fyrsta skipti kom fram seðlabankastjóri sem hafði kjark og þor til að benda á það augljósa að verðtryggð húsnæðislán séu í raun stórhættuleg og kalli fram mikla áhættusækni hjá neytendum. Ásgeir Jónsson sagði m.a. í viðtali í gær að verðtryggð lán væru ekkert annað en kúlulán þar sem fólk borgar og borgar af láninu en samt gerir höfuðstóllinn ekkert annað en að hækka. Seðlabankastjóri segir að það hvernig verðtryggð lán eru sett upp hér á landi sé hættulegt.“

Vilhjálmur segist ekki annað geta gert en að hrósa Seðlabankanum fyrir þær aðgerðir sem hann er að ráðast í til að sporna við verðtryggðum húsnæðislánum. Þó svo Ásgeir kalli verðtryggðu lánin kúlulán hafi Vilhjálmur þó sjálfur lýst þeim sem glæpalánum.

„Ég hef reyndar talað um að þetta séu glæpalán enda liggur fyrir að verðtryggð húsnæðislán gera ekkert annað en að hækka fyrstu 25-30 árin frá því að þau eru tekin.“

Vilhjálmur segir varað hafi verið við verðtryggðu lánunum í gegnum tíðina en stjórnmálamönnum hingað til skort þor til að stíga það skref að banna þau alfarið, þó þeir viti um skaðsemi þeirra.

„Munum að margoft hafa stjórnvöld lofað að stíga alvöru skref í að takmarka og banna þessi lán en ætíð svikið það og því er það stórmerkilegt að seðlabankastjóri skuli stíga fram og leggja til leiðir til að sporna við þessum glæpalánum og bendir á hið augljósa að þetta sé lánaform sem er hættulegt neytendum.“

Vilhjálmur segir ljóst að Seðlabankinn sé að grípa til róttækra aðgerða gegn verðtryggðum lánum þar sem viðskiptabankarnir þrír hafi markvisst reynt að lokka neytendur yfir í verðtryggð lán með „allskyns gylliboðum“. Nú þurfi þó að stíga skrefið til fulls og banna lánin alfarið.

„Því það er ljóst að um leið og þessi lánamöguleiki er úr sögunni þá munu óverðtryggðir vextir lækka enda hafa bankarnir komist upp með hærra vaxtastig vegna verðtryggðra lána.“

Áfram sé þó mikilvægt að aðstoða ungt fólk við að eignast sína fyrstu íbúð. Það sé hægt að gera með því að veita óverðtryggð lán með lengri lánstíma til að létta á greiðslubyrðinni. „Hægt væri að bjóða upp á slík lán til 50 til 70 ára í upphafi og síðan er hægt að stytta lánstímann eftir þörfum þegar greiðslugeta lántakans eykst.“

„Nú verðum við að stíga skrefið til fulls og banna þessi verðtryggðu lán til neytenda enda dettur ekki nokkurri þjóð sem við viljum bera okkur saman við í hug að bjóða upp á slíkt lánaform. En ég ítreka að þakklæti mitt til Seðlabankastjóra sem stígur nú fram og varar við verðtryggðum lánum en til þessa hefur enginn seðlabankastjóri haft kjark til þess!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Fjöldaframleiddar jólaklisjur

Nína Richter skrifar: Fjöldaframleiddar jólaklisjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG