fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Eyjan

Sigmundur spyr stóru spurningarnar – „Hvernig skilgreinir ráðuneytið orðið kona?“

Eyjan
Fimmtudaginn 16. júní 2022 15:56

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davið Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, nýtti síðustu forvöð áður en þingi var frestað til að leggja fram nokkrar fyrirspurnir á Alþingi.

Ein fyrirspurnin var til forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, og er fyrirspurnin orðuð með eftirfarandi hætti:

„Hvernig skilgreinir ráðuneytið orðið kona?“

Þessi fyrirspurn hefur þegar vakið athygli. Kvikmyndagerðarmaðurinn og auglýsingagúrúinn Hrafn Jónsson telur Sigmund vera að stunda lélega pólitík með þessari fyrirspurn.

Skemmst er að minnast þess að fyrir ári síðan lék Sigmundi forvitni á að vita hversu mörg kyn væru til. Beindi hann fyrirspurn sinni til Katrínar sem svaraði því til að orðið kyn væri að lögum skilgreint sem safnhugtak sem nái meðal annars yfir kyneinkenni, kyngervi, kynvitund og kyntjáningu og ráðist skilgreiningin ekki eingöngu af líffræði. Í svari var tekið fram að samkvæmt lögum væru kynin ekki lengur tvö, kona og karl, heldur opni lagaleg skilgreining á þann möguleika að kynin séu fleiri.

Fyrrum varaþingmaðurinn og blaðakonan, Andie Sophia Fontaine, telur mikilvægt að þingmenn og aðrir í íslensku samfélagi sem styðja réttindi trans fólks láti þetta málefni varða og komi því skýrt á framfæri að svona „rugl“ sé ekki boðlegt. Vísar Andie þar til fyrirspurnar Sigmundar og telur líklega ljóst að með fyrirspurn sinni sé Sigmundur að vega að réttindum trans fólks í samfélaginu.

Sigmundur var á sínum tíma harðlega andvígur lögum um kynrænt sjálfræði þegar þau voru enn bara frumvarp. Krafðist Sigmundur þess meðal annars að frumvarpið yrði tekið af dagskrá Alþingis og mótmælti því harðlega. Framferði Sigmundar var meðal annars gagnrýnt af þáverandi formanni Trans Íslands, sem sagði framgöngu Sigmundar sýna að hann annað hvort gerði sér ekki grein fyrir mikilvægi þeirrar réttarbótar sem lögin væru fyrir trans fólk og intersex, eða þá að honum væri alveg sama.

Aðrar fyrirspurnir sem Sigmundur lagði fram eru eftirfarandi:

Til Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra:

„ Hversu mörg útgerðarfélög hafa verið leyst upp, seld eða sameinuð öðrum félögum undanfarinn áratug, flokkað eftir árum?“

„ Hversu margir bændur eru eða hafa verið starfandi á Íslandi flokkað eftir árunum 2017 til 2022?“

 „Hversu margar jarðir á landinu eru í eigu erlendra lögaðila?“

Að auki beindi hann til Svandísar ítarlegri fyrirspurn um makríl, svo sem um hvort Svandís áformi að takmarka geymsluheimild á kvóta makríls við 15% vegna síðasta árs, hvaða sveitarfélög muni líða mest fyrir minni geymsluheimildir og hvort ekki væri mikilvægt að veita hærri heymsluheimild vegna áhrifa á hagsmuni Íslands.

Til Willum Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra:

„Hvað er neysluskammtur fíkniefna að mati ráðherra, flokkað eftir tegundum fíkniefna?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“