fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Eyjan

104% hækkun húsaleigu á 10 árum – Aðeins 15% hækkun á meginlandi Evrópu á sama tíma segir Guðmundur

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. júní 2022 09:00

Guðmundur Hrafn Arngrímsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að sögn Guðmundar Hrafns Arngrímssonar, formanns Samtaka leigjenda, þá búa leigjendur í Reykjavík við eina verstu stöðu sem fyrirfinnst í Evrópu. Lítið framboð, skortur á regluverki og leiguþaki geri leigusölum kleift að nýta sér leigjendur til að skapa sér auð.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Fram kemur að Guðmundur hafi á síðustu mánuðum aflað gagna um leigumarkaðinn og segi að þau sýni að óeðlileg fylgni sé á milli hækkunar fasteignaverðs og leiguverðs hér á landi miðað við það sem gerðist í Evrópu á síðustu tíu árum.

Hann segist hafa skoðað allar hreyfingar á íslenska leigumarkaðinum síðustu tíu árin, samfylgni leiguverðs og hækkandi fasteignaverðs, og borið saman við tölur frá Eurostat, tölfræðistofnun ESB, sem sýni þróun fasteigna- og leiguverðs í Evrópu.

„Húsaleiga hækkaði til dæmis um 104 prósent á Íslandi á árabilinu 2011 til 2021, á meðan húsaleiga á meginlandi Evrópu hækkaði um einungis 15 prósent,“ er haft eftir honum. Hann sagði að hvergi í Evrópu hafi hækkandi fasteignaverði verið ýtt af svo miklum krafti út í leiguverðið eins og hér á landi.

„Það gefur okkur tilefni til að áætla að hér hafi í rauninni verið mjög ósanngjörn og óréttlát verðmyndun á leigumarkaði. Leigjendur í Reykjavík búa í raun við eina verstu stöðu sem fyrirfinnst í Evrópu,“ er haft eftir honum.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“