fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Eyjan

Bjarni kýs frekar Ingó Veðurguð en Gunnar Smára – „Ég myndi biðja hann að taka gítarinn“

Eyjan
Þriðjudaginn 24. maí 2022 14:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson, væri frekar til í að eyða kvöldinu með Ingólfi Þórarinssyni, veðurguð, heldur en sósíalistanum Gunnari Smára Egilssyni. Þetta kom fram í hlaðvarpinu Ein pæling í vikunni og Íslands í dag fjallaði um í gærkvöldi.

Þáttastjórnandi, Þórarinn Hjartarson, spurði ráðherrann: „Gunnar Smári eða Ingó Veðurguð?“ og svaraði Bjarni þá:

„Æj ég myndi velja Ingó veðurguð. Ég myndi biðja hann að taka gítarinn og bara þú veist…. að reyna að hafa góða kvöldstund með Gunnari Smára, ég held að það sé fyrirfram dauðadæmt.“

 

Vísar Bjarni líklega til þess að köldu hefur lengi andað milli hans og Gunnars Smára, en sá síðarnefndi hefur ekki hikað við að gagnrýna ráðherrann fyrir störf hans og stöðu.

Nýlega rakti Gunnar Smári „feril“ Bjarna í grein í tilefni að skoðanakönnun sem sýndi fram á að tæplega 30% landsmanna treysti ráðherranum.

„Aldrei áður hefur vantraust á stjórnmálamann mælst 71%. Jafnvel þótt við leituðum til annarra landa er hæpið að við finnum viðlíka höfnun þjóðar á nokkrum stjórnmálamanni“

Sjá einnig: Gunnar Smári fer yfir feril Bjarna og reiðir hátt til höggs – Segir hann spilltasta og óvinsælasta stjórmálamann sögunnar

Eins hefur Gunnar Smári verið framsögumaður á nýlegum mótmælum vegna Íslandsbankasölunnar, en kröfðust mótmælendur afsagnar Bjarna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“