fbpx
Laugardagur 02.júlí 2022
Eyjan

Var nýhætt á bleyju þegar Dagur byrjaði í borgarstjórn – „Nú er tíminn kominn“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 13. maí 2022 11:00

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er 22 ára gömul, og þekki ekkert annað en að Reykjavík sé stjórnað af Degi B. Eggertssyni og félögum. Borgarstjórinn hefur verið í áhrifastöðu í borginni – með örstuttum hléum – í tuttugu ár.“

Svona hefst pistill sem Birta Karen Tryggvadóttir skrifar en pistillinn birtist á Vísi. Birta er fyrrum forseti stúdentahreyfingarinnar Vöku og hún situr í 34. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Birta sóttist eftir því að verða formaður Heimdalls, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, í febrúar en Gunn­ar Smári Þorsteins­son­, meist­ara­nemi í lög­fræði, bar sigur úr býtum í kosningunni.

Í pistlinum fer Birta yfir það hvernig tímarnir hafa breyst síðan Dagur byrjaði í borgarstjórn. „Þegar hann tók fyrst sæti sem aðalmaður í borgarstjórn árið 2002 var ég nýhætt á bleyju, og Apple hafði nýverið kynnt iPodinn til sögunnar,“ segir hún.

„Tilkynnt var á dögunum að Apple ætlaði að hætta framleiðslu á spilaranum vinsæla eftir tuttugu ára framleiðslusögu. Allt hefur víst sinn tíma. Það gildir um stjórnmálafólk, rétt eins og raftæki sem einu sinni þóttu nýmóðins.“

„Það er hollt að breyta reglulega til“

Birta vill fá nýja forystu í borgina og horfir þar auðvitað til sinnar flokkskonu, Hildar Björnsdóttur – oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Ung og öflug þriggja barna móðir sem þekkir raunveruleika ungs fólks í borginni á eigin skinni. Hún þekkir brasið sem fylgir því að vera með leikskólabörn í Reykjavík, og man eftir því hindrunarhlaupi sem húsnæðismarkaðurinn er fyrir fyrstu kaupendur,“ segir Birta um Hildi í pistlinum.

„Fyrir okkur unga fólkið er mikilvægt að eiga fyrirmyndir. Fólk sem ryður brautinu og gefur okkur beinharðar sannanir fyrir því að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Hildur stendur svo sannarlega undir því. Hún er tilbúin að taka við keflinu.“

Birta segir að ekki sé síður mikilvægt að þeir sem fyrir eru á fleti þekki sinn vitjunartíma. „Sagan af iPodinum er ágætis áminning um það. Framtíð verður einhvern tíma fortíð. Það er hollt að breyta reglulega til. Hleypa nýjum og ferskum andlitum að. Nú er tíminn kominn í Reykjavík,“ segir hún.

Þá segir hún Dag hafa sýnt „fádæma klókindi“ til að halda völdum í borginni. „Honum hefur ítrekað tekist að snúa tapaðri stöðu sér í hag og kippt inn nýjum samstarfsflokkum eftir hentugleika. Kosningarnar nú á laugardaginn snúast um nákvæmlega þetta,“ segir hún.

Að lokum segir hún að fyrir sér sé valið fyrir kosningarnar á morgun skýrt. „Sjálfstæðisflokkinn – og glæsilega unga, öfluga konu – eða enn eina útgáfuna af því sama.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhroð kosningabandalags Macron í frönsku þingkosningunum

Afhroð kosningabandalags Macron í frönsku þingkosningunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ivanka segir að mikill æsingur hafi verið í samtalinu

Ivanka segir að mikill æsingur hafi verið í samtalinu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

AOC neitar að lýsa yfir stuðningi við Biden sem forsetaframbjóðanda 2024

AOC neitar að lýsa yfir stuðningi við Biden sem forsetaframbjóðanda 2024
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Að lesa í úrslit kosninga

Björn Jón skrifar: Að lesa í úrslit kosninga