fbpx
Miðvikudagur 22.júní 2022
Eyjan

Lækka verð á eggjum til viðskiptavina

Eyjan
Mánudaginn 9. maí 2022 10:19

Forsvarsmenn Landnámseggja Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lándnámsegg, eggjabú í Hrísey, hefur lækkað verð á eggjum til verslana. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að lækkunin sé 15% og taki gildi nú í þessari viku. Landnámsegg fást nú í Fjarðakaupum, Hakaup, Krónunni, Melabúðinni og Verslun Hrísey.

„Við lækkum eggin núna þar sem við getum það með hagræðingu hjá okkur. Við erum samt sem áður mjög lítið eggjabú með aðeins 700 landnámshænur sem verpa ekki eins mikið og iðnaðarhænur gera. Okkur fannst bara gott að gera þetta núna þegar allt í samfélaginu er að hækka,“ segir Valgeir Magnússon, einn eigenda búsins Landnámsegg.

Í tilkynningu segir að búið sé eingöngu skipað landnámshænum sem verpa ekki eins þétt og eggin sé örlítið minni en fólk á að venjast. Hænurnar fái fjölbreyttara fóður og gangi frjálsar. Þá er því haldið fram að meira bragð sé af eggjunum sem sé ekki öll eins á litin.

„Þó að eggin séu aðeins minni þá hafa nokkrir góðir bakarar verið að gera tilraunir og allar uppskriftir ganga upp með sama eggjafjölda þegar fólk er að baka. Einnig hvert ég alla sem elska maregns að prufa að gera maregns úr landnámseggjum. Þá fær fólk maregns eins og í gamladaga, mun þéttari og loftkendari. Hann er bara alls ekki eins,“ segir Valgeir ennfremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Össur vill Loga burt og Kristrúnu á toppinn – „Eina manneskjan sem þeir vilja ekki sem formann“

Össur vill Loga burt og Kristrúnu á toppinn – „Eina manneskjan sem þeir vilja ekki sem formann“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir fólk tapa peningum á því að nýta sér fasteignasala og hvetur fólk til að selja sjálft – „Það er komið nóg af þessari vitleysu“

Segir fólk tapa peningum á því að nýta sér fasteignasala og hvetur fólk til að selja sjálft – „Það er komið nóg af þessari vitleysu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Tekist á í Kastljósi – „Einari er kannski vorkunn að koma svona nýr inn og láta teyma sig svolítið af gömlum meirihluta“

Tekist á í Kastljósi – „Einari er kannski vorkunn að koma svona nýr inn og láta teyma sig svolítið af gömlum meirihluta“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ný borgarstjórn tekur til starfa – Þetta eru formenn ráða

Ný borgarstjórn tekur til starfa – Þetta eru formenn ráða