fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Sólveig Anna segir ummælin höfð eftir henni í bjagaðri mynd – Stendur þó við raunverulegu orð sín

Eyjan
Fimmtudaginn 28. apríl 2022 13:17

Sólveig Anna Jónsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að orð sem hún lét falla á félagafundi Eflingar í gærkvöldi, þar sem hún gerði athugasemd við að viðstaddir væru starfsmenn sem væru í veikindaleyfi, hafi verið bjöguð í umfjöllun fjölmiðla. Hið rétta sé að hún geri engar athugasemdir við að fólk mæti á fund í veikindaleyfi þó henni finnist vissulega eftirtektavert að fólk sem treysti sér ekki til vinnu skuli hressast nægilega mikið til að mæta á fund.

Sólveig lætur einnig að því liggja að framvegis verði skrifstofufólk Eflingar ekki sjálft félagar í Eflingu.

Þau telja að þau eigi félagið

Umræddur fundur var haldinn að kröfu um 500 félagsmanna sem töldu ærið tilefni til að ræða hópuppsögn allra starfsmanna skrifstofu og fá skýringu á þeirri ákvörðun.

Fundurinn var gífurlega vel sóttur og fór svo að tillaga um að draga hópuppsagnir til baka var felld, og hefur Sólveig Anna fagnað þeirri niðurstöðu. Hins vegar greindi mbl.is frá því í gær að Sólveig Anna hafi gert athugasemd við það á fundinum að starfsmenn skrifstofu, sem séu í veikindaleyfi, hafi mætt á fundinn. Sólveig hefur nú brugðist við þeirri frétt með færslu á Facebook.

„Vegna fréttaflutnings á Mbl.is í gærkvöldi þar sem orð eru höfð eftir mér í bjagaðri mynd vil ég segja eftirfarandi: Í þeim deilum sem hafa staðið um verkalýðsfélagið okkar Eflingu þá hafa orðið til mjög skýrar víglínur milli annars vegar félagsfólks og hins vegar ákveðins hóps starfsfólks. Þessi hópur starfsfólks telur að rekstur Eflingar eigi að snúast um þeirra þarfir. Þau telja jafnframt að þau „eigi“ félagið, og það sé t.d. þeirra hlutverk að ákveða hverjir stjórni því og hvernig.“

Berjast fyrir sínum forréttindum

Sólveig Anna segir að meðal þeirra sem sóttu fundinn í gær hafi verið fjölmennur hópur starfsfólks Eflingar sem og starfsfólk Alþýðusambandsins sem „vegna furðulegra venja og starfshátta í verkalýðshreyfingunni [sem m.a. er ætlunin að breyta í yfirstandandi skipulagsbreytingum) hefur þetta millistéttar-skrifstofufólk verið skráð sem félagsmenn í Eflingu, félagi verka- og láglaunafólks.“

Sólveig segir þennan hóp telja að þeir eigi heimtingu á að vera á góðum launum sem séu fjármögnuð af verkafólki.

„Þetta fólk telur sig ekki aðeins eiga heimtingu á því að vera á góðu launum fjármögnuðum af verkafólk á meðan það er tilbúið til að vinna bakvið tjöldin gegn réttindum þess til lýðræðislegra yfirráða yfir sínu eigin félagi, heldur telur það sig jafnframt eiga fulla heimtingu á því að smala sjálfu sér á félagsfundi til að berjast þar fyrir sínum forréttindum.“

Sólveig segir að hún hafi vakið máls á því á fundinum að í þessum  hópi skrifstofufólks hafi fjölmargir verið skráðir í veikindi, enda eigi þau mjög ríflegan veikindarétt sem sé mikið betri en flestir félagar Eflingar njóti á hinum almenna markaði.

„Þá eru launin einnig hærri, og hver mánuður í veikindum því kostnaðarsamur eftir því og að sjálfsögðu greiddur beint af félagsgjöldum verka- og láglaunafólks. Margt af þessu fólki varð skyndilega hóp-veikt eftir að minnihluti stjórnar Eflingar lak upplýsingum um fyrirhugaðar skipulagsbreytingar í fjölmiðla. Þetta eru allt saman áhugaverðar staðreyndir, sem félagsfólk í Eflingu hefur tekið eftir, velt fyrir sér og rætt sín á milli — enda lýsandi fyrir veruleika talsvert frábrugðin þeim sem mætir verkafólki þegar það lendir í veikindum.“

En ég stend við þau orð mín

Sólveig segist enga athugasemd gera við að fólk mæti á fundi í veikindum og það hvarfli ekki að henni að halda því fram að veikindin séu tilbúningur.

„En ég stend við þau orð mín að það er eftirtektarvert að fólk sem ekki treystir sér til vinnu sinnar hjá verkalýðsfélagi skuli hressast svo skyndilega þegar kemur að félagsfundi í félaginu að það treysti sér að fjölmenna.

Mig langar að nota tækifærið og minna á þann hræðilega sannleika að heilsubrestur og veikindi meðal verkafólks hafa nú leitt til þess að lífslíkur verkakvenna fara minnkandi. Þær eru sem sagt að lifa skemur, vegna sálræns ofurálags og líkamlegrar ofkeyrslu sem fylgir því að þurfa að vinna erfiðisvinnu myrkranna á milli til að ná endum saman. Þetta er atriði sem ég vil að verði á borðinu í komandi kjaraviðræðum. „

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun