fbpx
Mánudagur 22.desember 2025
Eyjan

„Ég klóra mér í skegginu og hugsa: Af hverju gera menn þetta? Fyrir smelli?“

Eyjan
Fimmtudaginn 28. apríl 2022 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknarritstjóri Stundarinnar, Helgi Seljan, deildi á Twitter tveimur fyrirsögnum sem birtust í gær um fjármálaráðherra, Bjarna Benediktsson. Velti Helgi því fyrir sér hvort skeggið sem undanfarnar vikur hefur prýtt andlit ráðherrans væri reiðiskegg.

Ekki er óvanalegt að álíka grín birtist á Twitter. Það er sem óvenjulegt er að Bjarni svarar Helga þar sem hann gagnrýnir fyrirsagnirnar og segir þær uppspuna.

„Góður húmor. Ég hef gaman af húmor. Ég hef lítinn húmor fyrir því hins vegar þegar blaðamenn búa til fyrirsagnir sem eru uppspuni. Ég sagði aldrei heimskulegt að mæla fylgi. Svo dreifa menn uppspunanum. Ég klóra mér í skegginu og hugsa: Af hverju gera menn þetta? Fyrir smelli?“

Fréttin sem Bjarni vísar til birtist í gær og er unnin upp úr samtali Bjarna við Fréttavaktina á Hringbraut en þar var borin undir Bjarna niðurstaða könnunar sem Fréttablaðið lét gera fyrir sig, en samkvæmt þeirri könnun var fylgi Sjálfstæðisflokks komið undir 18 prósent. Bjarni var samhliða fræddur um að miðað við kannanir hefði ríkisstjórnin talað töluvert mörgum þingsætum og þá svaraði Bjarni:

„Mér finnst þetta heimskuleg nálgun að reyna að reikna þingsæti þegar það er ekki eitt ár frá kosningum. Það eru þrjú ár í kosningar. Svo það að reyna að reikna út þingsæti og segja að einhvern hafi tapað þingsætum.. við höfum engum þingæstum tapað. Við erum með þau öll og verðum með þau i þrjú ár í viðbót.“ 

Svo líklega er Bjarni í svari sínu til Helga að vísa til þess að hann hafi ekki sagt að það væri heimskulegt að mæla fylgi, heldur að mæla fjölda þingsæta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina