fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Eyjan

„Hver og einn íbúi í Reykjavík skuldar 3.056.402 krónur“

Eyjan
Mánudaginn 25. apríl 2022 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Benediktsson, stjórnarmeðlimur í Sambandi ungra Sjálfstæðismanna, segir að samkvæmt nýjum ársreikningi Reykjavíkurborgar skuldi hver og einn íbúi Reykjavíkurborgar rúmlega þrjár milljónir.  Hann gagnrýnir skuldaaukningu borgarinnar á kjörtímabilinu og segir að það verði unga fólkið í borginni sem þurfi að bera þessar skuldir á herðunum næstu áratugina. Þetta sé nokkuð sem hafa beri í huga þegar gengið er til kosninga í maí. Hann ritar um þetta í pistli á Vísi.

„Já þú last þetta rétt. Hver og einn íbúi í Reykjavík skuldar 3.056.402 krónur samkvæmt nýjasta ársreikningi Reykjavíkurborgar. Í upphafi kjörtímabilsins 2018 námu skuldir Reykjavíkurborgar (A og B hluti) 300 milljörðum en nú hefur þessi tala aukist um 107 milljarða og stendur því heildarskuld Reykjavíkurborgar í 400 milljörðum. Sem samsvarar 3.056.402 á hvern íbúa í Reykjavík.“ 

Magnús setur þessar tölur í samhengi við heildarkostnað við byggingu Hörpunnar, sem voru 28 milljarðar miðað við vísitölu byggingarkostnaðar í mars á þessu ári.

„Við erum því að tala um skuldaaukningu á við tæplega fjórar Hörpur á einungis fjórum árum. Það erum við unga fólkið sem munum þurfa að greiða þessar skuldir.“ 

Magnús segir meirihlutann í borginni hafa misst alla tilfinningu fyrir borgarbúum.

„[meirihlutinn] kaus frekar að nota góðærisárin 2017-2018 og tekjuaukningu á kjörtímabilinu í að auka skuldirnar í stað þess að greiða þær niður, ólíkt því sem ríkissjóður gerði. Fólk fattar oft ekki að það er einmitt helst í gegnum fjölgun og hækkun gjalda og skatta sem borgarbúar greiða þessar skuldir niður. Verði það fasteignagjöld, rafmagnið, vatnið eða jafnvel bara bílastæðagjöld.“ 

Magnús segir að þetta skili sér til dæmis í hærra leiguverði og því sé ekki furða að unga fólkið sé að festast á leigumarkaði eða í foreldrahúsum.

„Þessi meirihluti skuldsetur borgarsjóð upp fyrir öll mörk og það erum við unga fólkið i Reykjavík sem munum á endanum bera þessar skuldir á herðum okkar yfir næstu áratugi og það erum við sem munum þurfa að greiða þær. Höfum þetta í huga þegar við göngum til kosninga í maí.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi