fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Eyjan

 „Er ekki rétt að einhver auglýsi eftir þeim eða athugi hvort þeir séu á lífi?“

Eyjan
Miðvikudaginn 13. apríl 2022 15:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, veltir því fyrir sér hvort Vilhjálmur Birgisson, nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, séu á lífi. Vísar hann þá til þess að hvorki Ragnar Þór né Vilhjálmur hafi tjáð sig um hópuppsögn Eflingar og hafa fjölmiðlar ekki náð sambandi við þá undanfarna daga.

Fjöldi þeirra starfsmanna sem fengu uppsagnarbréf í gærkvöldi og í nótt eru félagsmenn í VR og því hafa margir beðið þess að heyra afstöðu Ragnars Þórs í málinu, en hann og Vilhjálmur eru báðir miklir stuðningsmenn Sólveigar Önnu, formanns Eflingar. Brynjar skrifar á Facebook:

„Nú hefur stjórn Eflingar sagt upp eða ákveðið að segja upp öllum starfsmönnum félagsins ef marka má fréttir. Gengið er þar harðar fram en harðsvíruðustu kapitalistar þyrðu nokkurn tímann að gera. Nú er Efling í Starfsgreinasambandinu og margir starfsmenn Eflingar í VR. Mér finnst vera frétt dagsins að ekkert heyrist í Villa vini mínum Birgis, nýkjörnum formanni Starfsgreinasambandsins, eða í Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR. Er ekki rétt að einhver auglýsi eftir þeim eða athugi hvort þeir séu á lifi?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“